Pfizer vill leyfi fyrir þriðja skammtinum

Bólusetningar við Covid-19 | 9. júlí 2021

Pfizer vill leyfi fyrir þriðja skammtinum

Lyfjafyrirtækið Pfizer hyggst sækja um leyfi fyrir þriðja skammti af bóluefni gegn Covid-19. Umsóknin er byggð á frumrannsóknum nýrrar klínískrar rannsóknar sem sýnir að þriðji skammturinn geti að minnta kosti fimmfaldað, og allt að tífaldað, mótefni gegn veirunni, samanborið við þá sem hafa fengið tvo skammta.

Pfizer vill leyfi fyrir þriðja skammtinum

Bólusetningar við Covid-19 | 9. júlí 2021

Þriðji skammturinn á að veita betri vörn gegn stökkbreyttum afbrigðum …
Þriðji skammturinn á að veita betri vörn gegn stökkbreyttum afbrigðum veirunnar líkt og Delta-afbrigðinu. AFP

Lyfjafyrirtækið Pfizer hyggst sækja um leyfi fyrir þriðja skammti af bóluefni gegn Covid-19. Umsóknin er byggð á frumrannsóknum nýrrar klínískrar rannsóknar sem sýnir að þriðji skammturinn geti að minnta kosti fimmfaldað, og allt að tífaldað, mótefni gegn veirunni, samanborið við þá sem hafa fengið tvo skammta.

Lyfjafyrirtækið Pfizer hyggst sækja um leyfi fyrir þriðja skammti af bóluefni gegn Covid-19. Umsóknin er byggð á frumrannsóknum nýrrar klínískrar rannsóknar sem sýnir að þriðji skammturinn geti að minnta kosti fimmfaldað, og allt að tífaldað, mótefni gegn veirunni, samanborið við þá sem hafa fengið tvo skammta.

Forsvarsmenn Pfizer greindu frá þessu í gær og er áætlað að sækja um leyfi hjá bandaríska lyfja- og matvælaeftirlitinu (FDA) og evrópsku lyfjastofnuninni síðar í sumar. 

Þriðji skammturinn á að veita betri vörn gegn stökkbreyttum afbrigðum veirunnar og tók rannsóknin mið af Beta-afbrigðinu, sem greindist fyrst í Suður-Afríku. 

Vonir standa til að þriðji skammturinn veiti öflugri vörn gegn fleiri afbrigðum, líkt og Delta, sem hefur náð talsverðri útbreiðslu í Bandaríkjunum, Ástralíu og Evrópu. Lyfjafyrirtækið ætlar þó einnig að þróa sérstakt bóluefni gegn Delta-afbrigðinu og er undirbúningur hafinn í starfsstöðvum BioNTech í Mainz í Þýskalandi. Vonir standa til að klínískar rannsóknir hefjist í ágúst. 

Seinni skammtur Pfizer-Bi­oNTech-bóluefnisins hefur verið gefinn þremur vikum eftir þann fyrri. Þriðja skammtinn á að gefa innan við tólf mánuðum frá öðrum skammti.

mbl.is