Skinu skært á rauða dreglinum

Fatastíllinn | 9. júlí 2021

Skinu skært á rauða dreglinum

Eftir langa þurrkatíð á rauða dreglinum skörtuðu stjörnurnar sínu fínasta pússi á opnunarkvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes á þriðjudaginn. Fyrirsætan Bella Hadid var meðal þeirra best klæddu en tvær konur mættu í páskagulum kjólum. Hátíðin fór ekki fram í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. 

Skinu skært á rauða dreglinum

Fatastíllinn | 9. júlí 2021

Bella Hadid var ein best klædda konan á opnunarhátíðinni í …
Bella Hadid var ein best klædda konan á opnunarhátíðinni í Cannes. AFP

Eftir langa þurrkatíð á rauða dreglinum skörtuðu stjörnurnar sínu fínasta pússi á opnunarkvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes á þriðjudaginn. Fyrirsætan Bella Hadid var meðal þeirra best klæddu en tvær konur mættu í páskagulum kjólum. Hátíðin fór ekki fram í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. 

Eftir langa þurrkatíð á rauða dreglinum skörtuðu stjörnurnar sínu fínasta pússi á opnunarkvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes á þriðjudaginn. Fyrirsætan Bella Hadid var meðal þeirra best klæddu en tvær konur mættu í páskagulum kjólum. Hátíðin fór ekki fram í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. 

Hvíti kjóllinn sem Hadid klæddist var klassískur og kvenlegur. Svart slörið gerði hann dramatískan og gerði það að verkum að vera fyrirsætunnar fór ekki fram hjá neinum. Kjóllinn er gömul hönnun frá Jean Paul Gaultier. Svarta efninu mun hins vegar hafa verið bætt við eftir á fyrir kvöldið.

Svart slörið gerði hvíta klassíska kjólinn sem Bella Hadid var …
Svart slörið gerði hvíta klassíska kjólinn sem Bella Hadid var í dramatískan. AFP

Þegar Helen Mirren valdi kjól fyrir kvöldið var markmiðið ekki að falla inn í fjöldann. Hún var klædd í gulan síðerma kjól frá Dolce & Gabbana.

Helen Mirren.
Helen Mirren. AFP

Mirren var þó ekki eina stjarnan sem ákvað að mæta í gulu. Áhrifavaldurinn Farhana Bodi var líka í gulu en hennar kjóll var öllu fyrirferðarmeiri en kjóll Mirren. 

Áhrifavaldurinn Farhana Bodi var í stórum og miklum gulum kjól.
Áhrifavaldurinn Farhana Bodi var í stórum og miklum gulum kjól. AFP

Hér fyrir neðan má sjá þær stjörnur sem einnig voru áberandi á rauða dreglinum. 

Bandaríska leikkonan Andie MacDowell.
Bandaríska leikkonan Andie MacDowell. AFP
Bandaríska leikkonan Jessica Chastain.
Bandaríska leikkonan Jessica Chastain. AFP
Franska leikkonan Lou Dillon.
Franska leikkonan Lou Dillon. AFP
Franski leikstjórinn Leos Carax og franska leikkonan Marion Cotillard.
Franski leikstjórinn Leos Carax og franska leikkonan Marion Cotillard. AFP
Bandaríski leikstjórinn Spike Lee.
Bandaríski leikstjórinn Spike Lee. AFP
Bandaríska leikkonan og leikstjórinn Jodie Foster.
Bandaríska leikkonan og leikstjórinn Jodie Foster. AFP
Bandaríska leikkonan Maggie Gyllenhaal.
Bandaríska leikkonan Maggie Gyllenhaal. AFP
AFP
Suðurafríska fyrirsætan Candice Swanepoel.
Suðurafríska fyrirsætan Candice Swanepoel. AFP
mbl.is