„Þetta er ekkert búið“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 10. júlí 2021

„Þetta er ekkert búið“

Full virkni er nú í eldgosinu í Geldingadölum, en gosóróinn hafði verið í dvala frá því seint á mánudag þangað til gosið tók við sér í gærkvöldi. 

„Þetta er ekkert búið“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 10. júlí 2021

Eldgosið á Reykjanesi.
Eldgosið á Reykjanesi. mbl.is/Árni Sæberg

Full virkni er nú í eldgosinu í Geldingadölum, en gosóróinn hafði verið í dvala frá því seint á mánudag þangað til gosið tók við sér í gærkvöldi. 

Full virkni er nú í eldgosinu í Geldingadölum, en gosóróinn hafði verið í dvala frá því seint á mánudag þangað til gosið tók við sér í gærkvöldi. 

Bjarki Kaldalóns Friis hjá Veðurstofu Íslands segir að töluverð þoka hafi verið á gossvæðinu og mismikið sést til gossins í vefmyndavélum. 

„Óróinn jókst aftur seint í gærkvöldi og í nótt og hefur haldið áfram í dag. Það er mallandi gos hérna uppi og óróinn er uppi í u.þ.b. tíu mínútur, dettur síðan aftur í stuttan tíma og fer svo upp aftur. Það er ákveðinn púls í þessu. Á meðan hann er uppi rennur mikið hraun upp úr gígnum og það rennur svo að mestu niður í Meradali. Þetta er ekkert búið,“ segir Bjarki. 

Bjarki segir erfitt að spá um hvort gosið eigi eftir að haga sér með sambærilegum hætti og í dag þegar fram líða stundir. 

„Gosið er ekki búið að vera með sama hætti síðan þetta byrjaði; fyrst var mikil hraunvirkni, svo kom strókavirkni á tímabili og síðan varð þetta meira mallandi út um allt. Svo hefur auðvitað verið frekar rólegt síðustu fimm daga og nú er komin aftur full virkni. Við þurfum bara að sjá hvernig þetta þróast, þetta er allavega ekki búið,“ segir Bjarki. 

mbl.is