Gagnkvæmir hagsmunir að byggja upp

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 11. júlí 2021

Gagnkvæmir hagsmunir að byggja upp

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) „vara sterklega við því að lög séu túlkuð með þeim hætti að landeigendur geti krafið ferðaþjónustuaðila um háar upphæðir að eigin vali fyrir afnot af óræktuðu og óbyggðu landi sem hvorki valda tjóni né röskun á nytjum eigenda.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu SAF frá 30. júní vegna úrskurðar Sýslumannsins á Suðurnesjum. Í honum kom fram að eigendur Hrauns á Reykjanesi telji að Norðurflugi ehf. beri að greiða gjald vegna lendinga þyrlna í tengslum við útsýnisflug yfir eldgosið í Geldingadölum. Lögbann var sett á lendingarnar.

Gagnkvæmir hagsmunir að byggja upp

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 11. júlí 2021

Landeigendur og ferðaþjónusta hafa tekist á um lendingargjöld þyrlna við …
Landeigendur og ferðaþjónusta hafa tekist á um lendingargjöld þyrlna við gosið og gjald af ofurjeppum í landi Hjörleifshöfða. mbl.is/Ásdís

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) „vara sterklega við því að lög séu túlkuð með þeim hætti að landeigendur geti krafið ferðaþjónustuaðila um háar upphæðir að eigin vali fyrir afnot af óræktuðu og óbyggðu landi sem hvorki valda tjóni né röskun á nytjum eigenda.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu SAF frá 30. júní vegna úrskurðar Sýslumannsins á Suðurnesjum. Í honum kom fram að eigendur Hrauns á Reykjanesi telji að Norðurflugi ehf. beri að greiða gjald vegna lendinga þyrlna í tengslum við útsýnisflug yfir eldgosið í Geldingadölum. Lögbann var sett á lendingarnar.

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) „vara sterklega við því að lög séu túlkuð með þeim hætti að landeigendur geti krafið ferðaþjónustuaðila um háar upphæðir að eigin vali fyrir afnot af óræktuðu og óbyggðu landi sem hvorki valda tjóni né röskun á nytjum eigenda.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu SAF frá 30. júní vegna úrskurðar Sýslumannsins á Suðurnesjum. Í honum kom fram að eigendur Hrauns á Reykjanesi telji að Norðurflugi ehf. beri að greiða gjald vegna lendinga þyrlna í tengslum við útsýnisflug yfir eldgosið í Geldingadölum. Lögbann var sett á lendingarnar.

„SAF leggja áherslu á að öll gjaldtaka einkaaðila gagnvart ferðaþjónustu þurfi að vera grundvölluð á samningum við ferðaþjónustufyrirtæki þar sem skýrt komi fram m.a. hvaða réttindi, aðstaða eða þjónusta sé andlag viðkomandi gjalda og til hve langs tíma réttindi á grundvelli samnings skuli gilda.

SAF hafna alfarið hugmyndum um einhliða gjaldtöku án andlags,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni.

Lengi tekist á um gjaldtöku

Óskar Magnússon, hrl. og formaður Landssamtaka landeigenda á Íslandi (LLÍ), sagði að ferðaþjónustan og landeigendur hafi lengi tekist á um gjaldtöku á ferðamannastöðum, í raun allt frá því að innheimta hófst við Kerið árið 2013.

„Þá vildu menn ekki borga vegna þess að þar væri engin þjónusta og vísuðu í skort á salernum. Síðan hefur gjaldtaka hafist víða ýmist í formi aðgangseyris eða bílastæðagjalda,“ sagði Óskar. Hann sagði vaxandi skilning vera á því hjá ferðaþjónustunni að þjónusta geti falist í fleiru en salernum. Bílastæði, stígar, tröppur og pallar séu þjónusta og eins upplýsingagjöf. „Eðlilega vilja menn sjá að gjaldinu sé varið í uppbyggingu innviða og vernd náttúrunnar.“

Óskar sagði SAF hafi varað við áformum um gjaldtöku við eldgosið í Geldingadölum, það er lendingargjald fyrir þyrlur, og gjald fyrir umferð ofurjeppa um land Hjörleifshöfða.

„Það má vel vera að þeir sem fara fram á gjald ætli að ráðast í uppbyggingu sem mun koma ferðaþjónustunni til góða. Einhvers staðar verða þeir að fá fé til þess í upphafi. Ferðaþjónustan getur ekki heimtað að það fé sé tekið að láni eða að menn leggi það fram af mjólkurpeningunum,“ sagði Óskar.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu 10. júlí.

 
mbl.is