Ísraelar bjóða þriðja skammtinn af Pfizer

Bólusetningar við Covid-19 | 12. júlí 2021

Ísraelar bjóða þriðja skammtinn af Pfizer

Ísraelar munu bjóða viðkvæmum hópum þriðja skammtinn af bóluefni Pfizer/BioNTech gegn Covid-19 frá og með deginum í dag. Ísraelsk stjórnvöld tóku ákvörðun um þetta á sama tíma og bandarísk og evrópsk heilbrigðisyfirvöld þræta um það hvort nauðsynlegt sé að gefa fólki þriðja skammtinn. 

Ísraelar bjóða þriðja skammtinn af Pfizer

Bólusetningar við Covid-19 | 12. júlí 2021

Heilbrigðisstarfsmaður undirbýr bólusetningu með þriðja skammtinum af bóluefni Pfizer gegn …
Heilbrigðisstarfsmaður undirbýr bólusetningu með þriðja skammtinum af bóluefni Pfizer gegn Covid-19. AFP

Ísraelar munu bjóða viðkvæmum hópum þriðja skammtinn af bóluefni Pfizer/BioNTech gegn Covid-19 frá og með deginum í dag. Ísraelsk stjórnvöld tóku ákvörðun um þetta á sama tíma og bandarísk og evrópsk heilbrigðisyfirvöld þræta um það hvort nauðsynlegt sé að gefa fólki þriðja skammtinn. 

Ísraelar munu bjóða viðkvæmum hópum þriðja skammtinn af bóluefni Pfizer/BioNTech gegn Covid-19 frá og með deginum í dag. Ísraelsk stjórnvöld tóku ákvörðun um þetta á sama tíma og bandarísk og evrópsk heilbrigðisyfirvöld þræta um það hvort nauðsynlegt sé að gefa fólki þriðja skammtinn. 

Þeir sem geta fengið þriðja skammtinn eru t.a.m. þeir sem hafa fengið hjarta-, lungna- og/eða nýrnaígræðslu og sumir krabbameinssjúklingar. 

„Sífellt fleira bendir til þess að fólk sem er ónæmisbælt þrói ekki nægilega gott mótefnasvar eftir að það fær tvo skammta af bóluefninu,“ segir í yfirlýsingu frá heilbrigðisráðuneyti Ísraels.

Fjöldi smita á uppleið

Landið hefur víða verið sagt til fyrirmyndar hvað varðar hraða bólusetningar eftir að Ísrael tryggði sér reglulegar sendingar af bóluefni Pfizer í skiptum fyrir gögn um framgang bólusetninga í landinu. Fjöldi kórónuveirusmita er samt sem áður á uppleið í landinu vegna Delta-afbrigðis kórónuveirunnar sem er bráðsmitandi. 

Fleiri en 400 smit hafa greinst daglega undanfarið en áður greindust nánast ekki smit í landinu. 

Samt sem áður hafa einungis alvarleg veikindi komið til í 47 af 4.000 tilvikum og telja margir sérfræðingar að tveir skammtar af bóluefni Pfizer nægi til þess að verja fólk fyrir spítalainnlögnum og dauða þótt þeir nægi mögulega ekki til þess að verja fólk fyrir vægum sjúkdómi af völdum Delta-afbrigðisins.

mbl.is