Kúbverjar mótmæla kommúnistastjórninni

Mótmælt á Kúbu | 12. júlí 2021

Kúbverjar mótmæla kommúnistastjórninni

Þúsundir Kúbverja flykkjast nú á götur út í stærstu mótmælum þar í landi í áratugi. Kommúnistastjórn landsins er mótmælt, bágu efnahagsástandi og ólýðræðislegum stjórnarháttum.

Kúbverjar mótmæla kommúnistastjórninni

Mótmælt á Kúbu | 12. júlí 2021

„Niður með einræðið,“ hrópa mótmælendur í öllum helstu borgum Kúbu, …
„Niður með einræðið,“ hrópa mótmælendur í öllum helstu borgum Kúbu, þar á meðal í höfuðborginni, Havana. AFP

Þúsundir Kúbverja flykkjast nú á götur út í stærstu mótmælum þar í landi í áratugi. Kommúnistastjórn landsins er mótmælt, bágu efnahagsástandi og ólýðræðislegum stjórnarháttum.

Þúsundir Kúbverja flykkjast nú á götur út í stærstu mótmælum þar í landi í áratugi. Kommúnistastjórn landsins er mótmælt, bágu efnahagsástandi og ólýðræðislegum stjórnarháttum.

„Niður með einræðið,“ hrópa mótmælendur í öllum helstu borgum Kúbu, þar á meðal í höfuðborginni, Havana.

Á samfélagsmiðlum má sjá það sem virðast vera eins konar öryggissveitir handtaka og berja á mótmælendum.

Kúbverjar eru ævareiðir vegna hruns efnahags landsins, eins og segir í frétt BBC, frelsishöftum hvers konar og viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum.

Ramon Espinosa, ljósmyndari AP-fréttaveitunnar, er handtekinn af óeinkennisklæddum mönnum.
Ramon Espinosa, ljósmyndari AP-fréttaveitunnar, er handtekinn af óeinkennisklæddum mönnum. AFP

Forsetinn hvetur til átaka

Mótmælendur krefjast þess meðal annars að meira verði gert til þess að ná hjarðónæmi í landinu með bólusetningum, á sunnudag greindust 7 þúsund ný smit og 47 létust. Rúmar 11 milljónir manna búa á Kúbu.

Á síðasta ári hrundi efnahagur Kúbu og nam samdráttur í hagkerfinu um 11%, og var sá mesti í ein þrjátíu ár.

Miguel Diaz-Canel, forseti Kúbu, í forgrunni.
Miguel Diaz-Canel, forseti Kúbu, í forgrunni. AFP

Áhrif faraldursins á efnahagsástandið voru mikil, samhliða viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna.

Ekki nóg með að mótmæli hafi sprottið upp um allt land, því Miguel Díaz-Canel, forseti landsins, hvatti stuðningsmenn stjórnvalda til þess að bjóða mótmælendum byrginn. Díaz-Canel sagði þeim að „verja uppreisnina“ og vísar þannig til byltingar kommúnista á Kúbu, sem leiddi til langrar stjórnartíðar Fidels heitins Castro.

mbl.is