Um 11 þúsund bólusett í vikunni

Bólusetningar við Covid-19 | 12. júlí 2021

Um 11 þúsund bólusett í vikunni

Um það bil 11 þúsund manns fá bólusetningu gegn Covid-19 í þessari viku, þar af sjö þúsund með bóluefni Pfizer/BioNTech en tvö þúsund með bóluefni AstraZeneca annars vegar og bóluefni Moderna hins vegar. 

Um 11 þúsund bólusett í vikunni

Bólusetningar við Covid-19 | 12. júlí 2021

Beðið eftir bólusetningu.
Beðið eftir bólusetningu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um það bil 11 þúsund manns fá bólusetningu gegn Covid-19 í þessari viku, þar af sjö þúsund með bóluefni Pfizer/BioNTech en tvö þúsund með bóluefni AstraZeneca annars vegar og bóluefni Moderna hins vegar. 

Um það bil 11 þúsund manns fá bólusetningu gegn Covid-19 í þessari viku, þar af sjö þúsund með bóluefni Pfizer/BioNTech en tvö þúsund með bóluefni AstraZeneca annars vegar og bóluefni Moderna hins vegar. 

Þetta kemur fram á vef embættis landlæknis

Samkvæmt tilkynningu á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er mest um endurbólusetningar en einnig verður opið hús í Pfizer-bólusetningu á morgun. Fólk sem vill koma á opna húsið þarf ekki að bóka fyrir fram en það fær seinni bólusetninguna að fimm viknum liðnum eða í kringum 17. ágúst. 

Börn ekki boðuð en mega mæta á opna húsið

Opna húsið verður frá klukkan 10 til 14 á morgun. Endurbólusetningar með bóluefni Pfizer fara fram á sama tíma.

Börn á aldrinum 12-15 ára eru ekki boðuð þennan dag. Ef sóttvarnalæknir ákveður að þessi aldurshópur verði boðaður í Covid-19 bólusetningu, þá er áætluð bólusetning fyrir hann í skólunum í lok ágúst.  Ef foreldrar hins vegar óska eftir bólusetningu fyrir börn sín fyrir þann tíma, t.d. ef fjölskyldur eru að flytja [utan], geta þau mætt með börn sín þennan dag 13. júlí,“ segir á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

AstraZeneca-fólk getur mætt í Pfizer

Á miðvikudag verður svo bólusett í Laugardalshöll með bóluefnum Moderna, frá 9:30 til 10:30, og AstraZeneca frá 11 til 13. 

Þau sem eru með eina AstraZeneca-bólusetningu geta mætt í seinni bólusetningu með Pfizer annaðhvort 6. júlí eða 13. júlí ef þau kjósa það,“ segir á vef heilsugæslunnar.

mbl.is