Auka skammtur til skoðunar

Kórónuveiran Covid-19 | 13. júlí 2021

Auka skammtur til skoðunar

„Við erum ekki komin á þann stað ennþá hér en auðvitað er þetta alltaf til skoðunar,“ segir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir í samtali við mbl.is, spurður hvort að þriðji skammturinn á Pfizer-bóluefninu verði í boði fyrir landsmenn. 

Auka skammtur til skoðunar

Kórónuveiran Covid-19 | 13. júlí 2021

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum ekki komin á þann stað ennþá hér en auðvitað er þetta alltaf til skoðunar,“ segir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir í samtali við mbl.is, spurður hvort að þriðji skammturinn á Pfizer-bóluefninu verði í boði fyrir landsmenn. 

„Við erum ekki komin á þann stað ennþá hér en auðvitað er þetta alltaf til skoðunar,“ segir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir í samtali við mbl.is, spurður hvort að þriðji skammturinn á Pfizer-bóluefninu verði í boði fyrir landsmenn. 

Ísra­el­ar greindu frá því í gær að þeir myndu bjóða viðkvæm­um hóp­um þriðja skammt­inn af bólu­efni Pfizer/​Bi­oNTech gegn Covid-19 frá og með deg­in­um í gær. Þá áætla for­svars­menn Pfizer að sækja um leyfi fyrir þriðja skammti af bóluefninu hjá banda­ríska lyfja- og mat­væla­eft­ir­lit­inu (FDA) og evr­ópsku lyfja­stofn­un­inni síðar í sum­ar. 

„Þetta er sérstaklega til skoðunar hér fyrir þá sem hafa undirliggjandi ónæmisvandamál og hafa kannski ekki svarað bólusetningunni nægilega vel,“ segir Þórólfur og nefnir einnig þá sem hafa fengið Janssen-bóluefnið. 

„Það er mögulegt að þeim verði boðin önnur bólusetning en það yrði sennilega ekki fyrr en í ágúst.“

Bólusetning í Laugardalshöll.
Bólusetning í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veldur meiri aukaverkunum að blanda bóluefnum

Rúmlega helmingur þeirra sem hafa fengið bólusetningu hafa fengið Pfizer. Spurður hvort að betra hefði verið að hafa meiri fjölbreytni í úrvali bóluefna segir Þórólfur það ekki endilega vera. 

„Það er hægt að nota bóluefnin á mismunandi máta. Það er hægt að gefa sömu bóluefnin, sem er yfirleitt lögð áhersla á, en það er líka hægt að blanda bóluefnunum. Það hefur þó sýnt sig að það veldur kannski meiri aukaverkunum að gera það. Það er að segja vægar aukaverkanir svo sem hita, beinverki og því um líku. Við reynum eins og hægt er að nota sömu bóluefnin en stundum gæti verið kostur að blanda því, það þarf að skoða það sérstaklega.“

Náum aldrei 100% þátttöku

Búið er að bólusetja tæplega 90% þeirra sem eru 16 ára og eldri hérlendis og segir Þórólfur þann árangur vera mjög góðan. „Við munum aldrei ná 100% bólusetningu. Við höfum náð mjög góðri þátttöku hjá þeim sem við ætluðum að bólusetja en það er náttúrulega hópur sem er óbólusettur svo sem börn, yngra fólk og fólk sem getur kannski ekki fengið bóluefni.“

Er eitthvað reynt að ná sérstaklega til þeirra sem vilja ekki fá bólusetningu?

„Nei, við erum ekki að elta þá neitt sérstaklega uppi. Við höfum bara komið þessum almennu boðum út. Við vitum ekki með þá sem hafa ekki mætt hvort þeir eru hreinlega ekki á landinu eða hvort það séu aðrar ástæður fyrir því að þeir komi ekki.“

„Þurfum að liggja með eitthvað af bóluefni hér inni“

Spurður hvort að Íslendingar muni nú leggjast í að senda bóluefni til þróunarríkja segir Þórólfur þá ákvörðun liggja hjá heilbrigðisráðherra. 

„Við munum þurfa að eiga bóluefni hér áfram til að bólusetja, kannski í þriðju bólusetningu hjá þeim sem það þurfa og kannski í bólusetningu tvö eftir Janssen. Einnig ef við ætlum að fara bjóða fleiri börnum eldri en tólf ára bólusetningu. Þannig að við þurfum að liggja með eitthvað af bóluefni hér inni,“ segir Þórólfur og bætir við að það sé svo verkefni ráðuneytisins sem sér um samninga á bóluefninu að ákveða hvað eigi að gera við það bóluefni sem verður ekki notað.

Þórólfur segir farveg vera fyrir það en Ísland er í alþjóðlega bólu­setn­ing­ar­sam­starf­inu CO­VAX. 

Tíu af hverri milljón

mbl.is greindi frá því í gær að Mat­væla- og lyfja­eft­ir­lit Banda­ríkj­anna telji aukna hættu á sjald­gæf­um tauga­sjúk­dómi hjá þeim sem fengið hafa Jans­sen-bólu­efnið.

„Eftir því sem er bólusett meira getur ýmislegt farið að koma í ljós en þessi tengsl eru náttúrulega afskaplega sjaldgjæf,“ segir Þórólfur og nefnir að um tíu af hverri milljón sem eru bólusettir með Janssen hafi fengið sjúkdóminn. „Þetta er gríðarlega sjaldgæft og miklu miklu sjaldgæfari aukaverkun en sést eftir Covid sjúkdóminn sjálfan. Ég held að það sé hollt að hafa það í huga.“

mbl.is