Ekki fengið tilkynningar um taugasjúkdóm

Bólusetningar við Covid-19 | 13. júlí 2021

Ekki fengið tilkynningar um taugasjúkdóm

„Við höfum ekki séð þessa fylgni hér,“ segir Rúna Hauks­dótt­ir Hvann­berg, for­stjóri Lyfja­stofn­unn­ar í sam­tali við mbl.is um auk­na hættu á sjald­gæf­um tauga­sjúk­dómi hjá þeim sem hafa fengið bóluefni Janssen gegn Covid-19.

Ekki fengið tilkynningar um taugasjúkdóm

Bólusetningar við Covid-19 | 13. júlí 2021

„Við höfum ekki séð þessa fylgni hér,“ segir Rúna Hauks­dótt­ir Hvann­berg, for­stjóri Lyfja­stofn­unn­ar í sam­tali við mbl.is um auk­na hættu á sjald­gæf­um tauga­sjúk­dómi hjá þeim sem hafa fengið bóluefni Janssen gegn Covid-19.

„Við höfum ekki séð þessa fylgni hér,“ segir Rúna Hauks­dótt­ir Hvann­berg, for­stjóri Lyfja­stofn­unn­ar í sam­tali við mbl.is um auk­na hættu á sjald­gæf­um tauga­sjúk­dómi hjá þeim sem hafa fengið bóluefni Janssen gegn Covid-19.

„Við höfum í heildina ekki fengið mjög margar tilkynningar um Janssen,“ segir Rúna en á vefsíðu Lyfjastofnunar má sjá að stofnunni hafa borist 2,123 tilkynningar vegna gruns um aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19.

Þar af hafa borist 238 um Janssen og eru fimm taldar alvarlegar. Alls hafa 52.599 einstaklingar fengið bóluefnið hér á landi og hafa fæstar tilkynningar borist til Lyfjastofnunnar varðandi efnið af þeim fjórum bóluefnum sem bólusett er með hér á landi. 

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Ljósmynd/Aðsend

„Þessi tilkynning frá Mat­væla- og lyfja­eft­ir­lit Banda­ríkj­anna er ákveðið merki sem við fylgjumst sérstaklega með,“ segir Rúna og bætir við að mögulega komi frekari upplýsingar erlendis frá um þessi tengsl. 

Óvíst hvenær önnur efni fá markaðsleyfi

Fjögur bóluefni hafa nú markaðsleyfi í Evrópu frá Lyfjastofnun Evrópu og samkvæmt vefsíðu stofnunarinnar eru fjögur önnur efni í skoðun. Einstaklingar sem eru bólusettir með bóluefni sem hefur ekki fengið markaðsleyfi hafa ekki gilt bóluefnavottorð hérlendis og þurfa því að fara í sóttkví við komuna til landsins. 

„Það eru í áfangamati nokkur bóluefni hjá Lyfjastofnun Evrópu,“ segir Rúna og nefnir að þar á meðal sé rússneska bóluefnið Sputnik V. Rúna segir að bóluefnavottorðin séu gefin út á vegum Evrópuráðsins. Vottorðin miðist við þau bóluefni sem hafa fengið markaðsleyfi í Evrópu fyrir Evrópu. 

„Það eru ekki komnar neinar dagsetningar á það hvenær þau gætu fengið markaðsleyfi,“ segir Rúna og bætir við að til þess að bóluefnin fái markaðsleyfi þurfi að framkvæma úttektir í verksmiðjum sem framleiða efnin sem geti tekið langan tíma. „Eftirlitsmenn þurfa að fara á milli svæða og fara í sóttkví og annað slíkt. Svona praktísk atriði tefja.“

mbl.is