„Gosið er á blússandi siglingu“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 13. júlí 2021

„Gosið er á blússandi siglingu“

„Þetta er mjög skemmtilegt. Gosið heldur okkur enn á tánum,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands í samtali við mbl.is.

„Gosið er á blússandi siglingu“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 13. júlí 2021

Enn gutlar í gígnum.
Enn gutlar í gígnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er mjög skemmtilegt. Gosið heldur okkur enn á tánum,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands í samtali við mbl.is.

„Þetta er mjög skemmtilegt. Gosið heldur okkur enn á tánum,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands í samtali við mbl.is.

Lovísa segir að um það bil þrisvar á klukkustund sé að gutla í gígnum. „Þetta er nú svipað því sem gosið var eftir að það hófst eftir goshléið, 10. júlí. Óróinn er enn að sýna þessa púlsandi virkni sem við loksins sjáum á vefmyndavélum,“ segir Lovísa en í gær var mik­il þoka á svæðinu og því ekki mikið að sjá úr myndavélunum. 

„Það var ágætis skyggni í nótt og við sjáum áfram þessa púlsandi virkni. Gosið er á blússandi siglingu,“ segir Lovísa. 

mbl.is