Allt önnur sviðsmynd en í þriðju bylgju

Kórónuveiran COVID-19 | 14. júlí 2021

Allt önnur sviðsmynd en í þriðju bylgju

Landspítali gerir ráð fyrir því að minna hlutfall kórónuveirusmitaðra en áður muni þurfa á spítalainnlögn að halda á næstunni. Er það vegna útbreiddari bólusetninga sem koma almennt í veg fyrir alvarleg veikindi Covid-19. Takmarkanir á heimsóknum og fleiri aðgerðir eru í gildi á spítalanum en nú veltir farsóttarnefndin því fyrir sér hvort herða þurfi reglur. 

Allt önnur sviðsmynd en í þriðju bylgju

Kórónuveiran COVID-19 | 14. júlí 2021

„Við höfum alltaf verið með það mottó að vona það …
„Við höfum alltaf verið með það mottó að vona það besta og búast við því versta,“ segir Hildur. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Landspítali gerir ráð fyrir því að minna hlutfall kórónuveirusmitaðra en áður muni þurfa á spítalainnlögn að halda á næstunni. Er það vegna útbreiddari bólusetninga sem koma almennt í veg fyrir alvarleg veikindi Covid-19. Takmarkanir á heimsóknum og fleiri aðgerðir eru í gildi á spítalanum en nú veltir farsóttarnefndin því fyrir sér hvort herða þurfi reglur. 

Landspítali gerir ráð fyrir því að minna hlutfall kórónuveirusmitaðra en áður muni þurfa á spítalainnlögn að halda á næstunni. Er það vegna útbreiddari bólusetninga sem koma almennt í veg fyrir alvarleg veikindi Covid-19. Takmarkanir á heimsóknum og fleiri aðgerðir eru í gildi á spítalanum en nú veltir farsóttarnefndin því fyrir sér hvort herða þurfi reglur. 

Fimm kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, öll utan sóttkvíar. Þrjú smitanna greindust hjá fullbólusettum og tvö hjá hálfbólusettum. 

„Við erum sannarlega á tánum. Við erum að vinna eftir plani A og erum tilbúin með plan B og C,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri hjá farsóttarnefnd Landspítala, spurð hvort spítalinn sjái fyrir sér að herða sóttvarnareglur á spítalanum í ljósi stöðunnar.

10 til 12 umsóknir um skimun eftir heimkomu daglega

1. júlí, þegar skimun bólusettra við landamærin var hætt, byrjaði Landspítali að skima fullbólusett starfsfólk sem kom erlendis frá. Á meðan niðurstöðu úr skimun er beðið getur fólkið þó starfað innan spítalans í svokallaðri vinnusóttkví, þ.e. með grímu og fer sérstaklega gætilega. 10 til 12 umsóknir um skimun vegna heimkomu berast spítalanum daglega en hafa ber í huga að um 6.000 manns starfa á Landspítala. Enginn hefur greinst í slíkri skimun hingað til.

„Ef þessi þróun faraldursins heldur áfram erum við að velta fyrir okkur að herða á þessu þannig að fólk geti ekki komið til vinnu fyrr en búið er að taka sýni og niðurstaða liggur fyrir. Það er auðvitað íþyngjandi og erfitt á sumartíma því það munar um hverja einustu vakt. Margir eru að koma heim kvöldinu áður en þeir mæta til vinnu og þá þarf að taka út heilan vinnudag og það er svolítið stórt skref að stíga,“ segir Hildur.

Bólusetningum miðar vel áfram en bólusettir hafa greinst smitaðir af …
Bólusetningum miðar vel áfram en bólusettir hafa greinst smitaðir af Covid-19. mbl.is/Arnþór Birkisson

Strangar heimsóknareglur í gildi

Hún bendir á að strangar heimsóknareglur séu í gildi á spítalanum en mögulegt sé að herða þær ef það þykir nauðsynlegt.

„Við erum með tiltekinn heimsóknartíma. Það mega bara tveir koma í einu og allir heimsóknargestir eru með grímu.“

Þá segir Hildur möguleiki á frekari aðgerðum, t.a.m. að taka aftur upp grímuskyldu starfsfólks. Sem stendur ber starfsfólk spítalans eingöngu grímu þegar það á í samskiptum við sjúklinga.

Erlendar rannsóknir benda til þess að fólk sem er bólusett gegn Covid-19 veikist síður alvarlega en aðrir. Um 90% fólk sem hefur náð 16 ára aldri hefur verið bólusett hérlendis.

Vona það besta en búast við því versta

Hvernig eru ykkar sviðsmyndir um mögulegar innlagnir, í ljósi þess að bólusettir virðast almennt ekki veikjast alvarlega?

„Við erum að horfa á það sem er að gerast erlendis, t.d. í Hollandi. Þar hefur smitum fjölgað gríðarlega mikið en sjúkrahúsinnlögnum ekki eða mjög lítið. Bólusetningin er að hjálpa okkur, þetta eru allt aðrar sviðsmyndir en í þriðju bylgju fyrir ári síðan þegar allir voru óbólusettir. Við eigum von á því að það verði minna um alvarleg veikindi en það er samt fólk sem er óbólusett og fólk sem er viðkvæmt og getur auðvitað veikst. Við erum alltaf tilbúin á fullorðins- og barnavængnum fyrir mögulegar innlagnir og kunnum vel að skala hratt upp starfsemina.“

Álag er á Covid-göngudeildinni sem stendur þar sem skjólstæðingum deildarinnar hefur fjölgað. Spurð hvort spítalinn hafi gert ráð fyrir því segir Hildur:

„Við höfum alltaf verið með það mottó að vona það besta og búast við því versta. Við erum líka búin að læra svo mikið á þessum tíma. Sumarið í fyrra var mikill lærdómur. Það fóru allir út um borg og bí og þetta fór allt saman af stað aftur. Maður er náttúrulega aðeins rólegri vegna þess að þátttakan í bólusetningunum hefur verið rosalega góð.“

mbl.is