Mótmælandi lést á Kúbu

Mótmælt á Kúbu | 14. júlí 2021

Mótmælandi lést á Kúbu

Að minnsta kosti einn mótmælandi hefur látist vegna mótmælanna gegn stjórnvöldum á Kúbu, að sögn yfirvalda. Maðurinn sem lést var 36 ár og tók þátt í mótmælum í úthverfum Havana á mánudaginn.

Mótmælandi lést á Kúbu

Mótmælt á Kúbu | 14. júlí 2021

Kúbverjar mótmæla kommúnistastjórn í landinu. Yfir hundrað hafa verið handteknir …
Kúbverjar mótmæla kommúnistastjórn í landinu. Yfir hundrað hafa verið handteknir og að minnsta kosti einn hefur látið lífið. AFP

Að minnsta kosti einn mótmælandi hefur látist vegna mótmælanna gegn stjórnvöldum á Kúbu, að sögn yfirvalda. Maðurinn sem lést var 36 ár og tók þátt í mótmælum í úthverfum Havana á mánudaginn.

Að minnsta kosti einn mótmælandi hefur látist vegna mótmælanna gegn stjórnvöldum á Kúbu, að sögn yfirvalda. Maðurinn sem lést var 36 ár og tók þátt í mótmælum í úthverfum Havana á mánudaginn.

Talið er að yfir hundrað manns hafi nú verið handteknir en San Isidro, hreyfing sem stendur fyrir tjáningarfrelsi, birti á mánudaginn lista yfir 144 einstaklinga sem höfðu horfið í kjölfar mótmælanna. Forseti Kúbu, Miguel Diaz-Canel, hefur hvatt lögreglumenn til að beita mótmælendur hörku.  

Mótmælin eru þau stærstu í landinu frá stjórnarbyltingunni á sjötta áratugnum en mikil óánægja ríkir gagnvart stjórnvöldum nú þegar Kúba gengur í gegnum eina verstu efnahagskreppu sem þjóðin hefur staðið í síðastliðin 30 ár. Skortir landsmenn rafmagn, vatn og mat, svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma hefur fjöldi Covid-19-smita farið hækkandi og ástandið í heilbrigðiskerfinu versnað.

mbl.is