Yfir 250 tilkynnt um breytingar á tíðahring

Bólusetningar við Covid-19 | 15. júlí 2021

Yfir 250 tilkynnt um breytingar á tíðahring

Lyfjastofnun hefur borist yfir 250 tilkynningar um breytingar á tíðahring kvenna í kjölfar bólusetningar að því er fram kemur í skriflegu svari stofnunarinnar til mbl.is.

Yfir 250 tilkynnt um breytingar á tíðahring

Bólusetningar við Covid-19 | 15. júlí 2021

Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar.
Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar. mbl.is/ÞÖK

Lyfjastofnun hefur borist yfir 250 tilkynningar um breytingar á tíðahring kvenna í kjölfar bólusetningar að því er fram kemur í skriflegu svari stofnunarinnar til mbl.is.

Lyfjastofnun hefur borist yfir 250 tilkynningar um breytingar á tíðahring kvenna í kjölfar bólusetningar að því er fram kemur í skriflegu svari stofnunarinnar til mbl.is.

Taka ber þó fram að þó að tilkynningar berist Lyfjastofnun er ekki þar með sagt að um orsakasamhengi milli bólusetningar og tilkynntra atvika sé að ræða.

Dæmi um breytingar sem tilkynnt hefur verið um eru óreglulegar tíðablæðingar, milliblæðingar, seinkun blæðinga, blettablæðingar, breytingar á tíðablæðingum eða blæðingar eftir breytingaskeið í kjölfar bólusetningar við Covid-19.

Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir í samtali við mbl.is að mikilvægt sé að skrá niður allar hugsanlegar aukaverkanir bólusetninga en tilkynningum um þessa tilteknu aukaverkun hafi fjölgað undanfarinn mánuð.

mbl.is