Fólk andi sem mest með nefi utandyra

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 19. júlí 2021

Fólk andi sem mest með nefi utandyra

Veðurstofa Íslands ítrekar ábendingar vegna gosmóðu á höfuðborgarsvæðinu, en nokkuð há gildi brennisteinsdíoxíðs og súlfatagna hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu og uppi í Hvalfirði frá því árla í morgun auk þess sem móðan er vel sýnileg á höfuðborgarsvæðinu. 

Fólk andi sem mest með nefi utandyra

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 19. júlí 2021

Gosmóða er yfir höfuðborgarsvæðinu. Myndin tekin við Rauðavatn, sem ber …
Gosmóða er yfir höfuðborgarsvæðinu. Myndin tekin við Rauðavatn, sem ber nafn með rentu um þessar mundir. mbl.is/Björn Jóhann

Veðurstofa Íslands ítrekar ábendingar vegna gosmóðu á höfuðborgarsvæðinu, en nokkuð há gildi brennisteinsdíoxíðs og súlfatagna hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu og uppi í Hvalfirði frá því árla í morgun auk þess sem móðan er vel sýnileg á höfuðborgarsvæðinu. 

Veðurstofa Íslands ítrekar ábendingar vegna gosmóðu á höfuðborgarsvæðinu, en nokkuð há gildi brennisteinsdíoxíðs og súlfatagna hafa mælst á höfuðborgarsvæðinu og uppi í Hvalfirði frá því árla í morgun auk þess sem móðan er vel sýnileg á höfuðborgarsvæðinu. 

Gosmóða getur orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þeim sem eru viðkvæmir er ráðlagt að fara varlega og foreldrum er ráðlagt að láta ung börn ekki sofa utandyra. Þá getur aukinna áhrifa mengunarinnar gætt þegar fólk erfiðar utandyra í gosmóðu. 

Veðurstofunni hafa borist ábendingar um gosmóðu á Suðurlandi og austur í Hreppum þar sem fólk finni fyrir áhrifum eldgossins.

Móðan berst frá gosinu í Geldingadölum.
Móðan berst frá gosinu í Geldingadölum. mbl.is/Baldur

Ætti að færast burt á miðvikudag eða fimmtudag

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni gæti gosmóðan legið áfram yfir höfuðborginni á morgun en ætti að færast burt seint á miðvikudag eða fimmtudag þegar vindátt breytist.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg eru eftirfarandi ráðleggingar birtar:

  • Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk
  • Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikilli mengun því það dregur úr þeim styrk sem kemst niður í lungu.
  • Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni.
  • Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun
  • Ráðstafanir til varnar SO2 og annari gosmengun mengun innandyra
    • Lokaðu gluggum og minnkaðu umgengni um útidyr.
    • Hækkaðu hitastigið í húsinu.
    • Loftaðu út um leið og loftgæði batna utandyra.
mbl.is