200 manna fjöldatakmarkanir og styttur afgreiðslutími

Kórónuveiran COVID-19 | 23. júlí 2021

200 manna fjöldatakmarkanir og styttur afgreiðslutími

Sótt­varn­aráðstaf­an­ir verða hertar frá og með miðnætti á morgun. 200 manna sam­komutak­mark­an­ir verða sett­ar á ásamt eins metra fjarlægðarreglu. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir utan Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum að loknum ríkisstjórnarfundi rétt í þessu.  

200 manna fjöldatakmarkanir og styttur afgreiðslutími

Kórónuveiran COVID-19 | 23. júlí 2021

Tilkynntar voru samkomutakmarkanir fyrir utan Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum í …
Tilkynntar voru samkomutakmarkanir fyrir utan Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum í dag, tæpum mánuði eftir að öllum takmörkunum var aflétt. mbl.is/Ari Páll Karlsson

Sótt­varn­aráðstaf­an­ir verða hertar frá og með miðnætti á morgun. 200 manna sam­komutak­mark­an­ir verða sett­ar á ásamt eins metra fjarlægðarreglu. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir utan Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum að loknum ríkisstjórnarfundi rétt í þessu.  

Sótt­varn­aráðstaf­an­ir verða hertar frá og með miðnætti á morgun. 200 manna sam­komutak­mark­an­ir verða sett­ar á ásamt eins metra fjarlægðarreglu. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir utan Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum að loknum ríkisstjórnarfundi rétt í þessu.  

Þá verður afgreiðslutími bara og veitingastaða styttur. Þeir verða opnir til miðnættis en hætt verður að afgreiða vín kl. 23. 

Katrín sagði að horft hefði verið til þess að mikilvægt væri að halda smitfjölda niðri. Bæði fyrir samfélagið og heilsu okkar allra en einnig svo Ísland færi ekki á rauðan lista.

Þá sagði Katrín að takmarkanirnar kæmu til með að gilda til 13. ágúst. 

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir lagði fram minnisblað með til­lög­um að sótt­varnaaðgerðum næstu vikna í gær. Þeim mun að mestu hafa verið fylgt en sóttvarnalæknir lagði þó til eins og tveggja metra fjarlægðarreglu eftir atvikum.

Fjórar vikur eru síðan öllum takmörkunum var aflétt innanlands.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir utan Hótel Valaskjálf að loknum ríkisstjórnarfundi.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir utan Hótel Valaskjálf að loknum ríkisstjórnarfundi. mbl.is/Ari
mbl.is