Druslugangan heldur sínu striki

Kórónuveiran Covid-19 | 23. júlí 2021

Druslugangan heldur sínu striki

„Það í rauninni spilast eftir daginn í dag,“ segir Eva Sig­urðardótt­ir, einn af skipu­leggj­end­um Druslu­göng­unn­ar, um sam­stöðugöngu með þolend­um kyn­ferðisof­beld­is sem fara á fram um helgina.

Druslugangan heldur sínu striki

Kórónuveiran Covid-19 | 23. júlí 2021

Druslugangan á að fara fram þessa helgi, í Reykjavík, Húsavík …
Druslugangan á að fara fram þessa helgi, í Reykjavík, Húsavík og á hátíð Bræðslunnar í Borgarfirði. mbl.is/Árni Sæberg

„Það í rauninni spilast eftir daginn í dag,“ segir Eva Sig­urðardótt­ir, einn af skipu­leggj­end­um Druslu­göng­unn­ar, um sam­stöðugöngu með þolend­um kyn­ferðisof­beld­is sem fara á fram um helgina.

„Það í rauninni spilast eftir daginn í dag,“ segir Eva Sig­urðardótt­ir, einn af skipu­leggj­end­um Druslu­göng­unn­ar, um sam­stöðugöngu með þolend­um kyn­ferðisof­beld­is sem fara á fram um helgina.

Hún segir gönguna halda sinni stefnu, ef engar takmarkanir verða í gildi á morgun. „Við hvetjum fólk til þess að sinna sínum eigin persónulegu sóttvörnum, við verðum með grímur og spritt og svoleiðis.“

„Við bara fylgjumst með í dag og sjáum hvað setur,“ segir Eva.

Druslugangan á að fara fram þessa helgi, í Reykjavík, Húsavík og á hátíð Bræðslunnar í Borgarfirði.

Hún verður geng­in í tí­unda skiptið í Reykjavík þar sem gengið verður af stað klukkan 14 frá Hallgrímskirkju niður á Aust­ur­völl þar sem ræður og tón­list­ar­atriði taka við.

Skipuleggjendur viðburða og hátíða á nálum

Nokkuð ljóst er að viðburðarhaldarar eru á nálum þessa dagana þar sem enn er óljóst hvort gripið verður til íþyngjandi takmarkana vegna stöðu faraldursins hér á landi.

Margir hverjir hafa þá ákveðið að aflýsa sínum viðburðum á meðan aðrir halda sínu striki og hvetja fólk til að huga að sínum persónubundnu sóttvörnum.

Hlöðuballi Mærudaga á Húsavík hefur þegar verið aflýst. Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar, sem fara á fram um helgina, hafa gefið út að hátíðin muni fara fram. Druslugangan á einnig að fara fram á hátíðinni. 

mbl.is