Hertar aðgerðir „varúðarráðstöfun“

Kórónuveiran Covid-19 | 23. júlí 2021

Hertar aðgerðir „varúðarráðstöfun“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í samtali við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi sem haldinn var á Egilsstöðum síðdegis að um mikla varúðarráðstöfun væri að ræða en hertar aðgerðir hafa nú verið boðaðar frá og með miðnætti annað kvöld. Þá sagði Bjarni að um tímabundnar aðgerðir væri að ræða og að ætlunin væri að nota tímann vel til þess að svara því hvert framhaldið verður.

Hertar aðgerðir „varúðarráðstöfun“

Kórónuveiran Covid-19 | 23. júlí 2021

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í kvöld.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í kvöld. mbl.is/Ari

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í samtali við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi sem haldinn var á Egilsstöðum síðdegis að um mikla varúðarráðstöfun væri að ræða en hertar aðgerðir hafa nú verið boðaðar frá og með miðnætti annað kvöld. Þá sagði Bjarni að um tímabundnar aðgerðir væri að ræða og að ætlunin væri að nota tímann vel til þess að svara því hvert framhaldið verður.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í samtali við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi sem haldinn var á Egilsstöðum síðdegis að um mikla varúðarráðstöfun væri að ræða en hertar aðgerðir hafa nú verið boðaðar frá og með miðnætti annað kvöld. Þá sagði Bjarni að um tímabundnar aðgerðir væri að ræða og að ætlunin væri að nota tímann vel til þess að svara því hvert framhaldið verður.

„Það er enginn ágreiningur um það í ríkisstjórninni að hlusta eftir ákalli sóttvarnayfirvalda um að bregðast við. Við ætlum að nota tímann, þessar tvær til þrjár vikur, til að fá betri svör við því hver hættan er af útbreiðslu smita í bólusettu samfélagi og gögnin sem hafa komið fyrir mínar sjónir á undanförnum vikum sannfæra mig um að bólusetningarnar hafi breytt leiknum en að mati sóttvarnayfirvalda eru núna uppi einhverjar efasemdir og við teljum rétt að bregðast við því,“ sagði Bjarni.

Skýr vilji að takmarka efnahagsleg áhrif

Þá sagðist Bjarni ekki hafa áhyggjur af því að efnahagsleg áhrif af þessum tímabundnu aðgerðum yrðu umtalsverð.

„Það í raun og veru liggur í útfærslunni mjög skýr vilji til að takmarka sem allra mest efnahagslegu áhrifin. Til dæmis með því að hafa eins metra reglu,“ sagði Bjarni og bætti við að það skipti sköpum fyrir veitingastaði og slíkan rekstur að nota ekki tveggja metra regluna ef eins metra reglan dugar.  

Er Sjálfstæðisflokkurinn hlynntur takmörkunum?               

„Já við erum hlynnt því að fara varlega í þessu máli en ég get alveg sagt fyrir mitt leyti, gögnin sem ég hef séð annars staðar frá eru að bólusetningarnar eru að virka, þær eru að breyta leiknum í grundvallaratriðum og það kæmi mér á óvart ef það yrði ekki niðurstaðan eftir að þessari varúðarráðstöfun er beitt,“ sagði Bjarni.

Brýnt fundarefni réttlætir háan ferðakostnað

Spurður hvort réttlætanlegt hefði verið að verja 800 þúsund krónum í ferðakostnað þriggja ráðherra til fundarins sagði Bjarni að fundartilefnið hefði verið brýnt og Austurland hefði verið miðpunktur þegar horft væri til þess hvar ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru staddir.

Líkt og mbl.is greindi frá fyrr í dag var kostnaðurinn vegna leiguflugs til að ferja þrjá ráðherra ríkisstjórnarinnar á Egilsstaði um 800 þúsund krónur.  

mbl.is