Segist reikna með tveggja tíma fundi

Kórónuveiran Covid-19 | 23. júlí 2021

Segist reikna með tveggja tíma fundi

Fundur ríkisstjórnarinnar er nú hafinn í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum, þar sem taka á til umræðu minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem hann afhenti Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær.

Segist reikna með tveggja tíma fundi

Kórónuveiran Covid-19 | 23. júlí 2021

Katrín fyrir utan Hótel Valaskjálf áður en fundurinn hófst.
Katrín fyrir utan Hótel Valaskjálf áður en fundurinn hófst. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Fundur ríkisstjórnarinnar er nú hafinn í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum, þar sem taka á til umræðu minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem hann afhenti Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær.

Fundur ríkisstjórnarinnar er nú hafinn í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum, þar sem taka á til umræðu minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem hann afhenti Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær.

Þrjá ráðherra vantaði í hópinn þegar fundurinn hófst, þau Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Guðlaugur Þór mætti svo til fundarins á fimmta tímanum.

Ráðherrarnir komu saman á Egilsstöðum nú síðdegis.
Ráðherrarnir komu saman á Egilsstöðum nú síðdegis. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Þrír flugu austur

Lilja og Guðmundur eru erlendis og sækja því ekki fundinn. Guðlaugur Þór tafðist aftur á móti á leið sinni til Egilsstaða.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði viðstöddum blaðamönnum að hún reiknaði með að fundurinn tæki um tvo tíma.

Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar flugu austur með flugfélaginu Erni. Var flugvélin tekin á leigu og mun leigan hafa kostað um átta hundruð þúsund krónur.

mbl.is