Þessar takmarkanir taka gildi á sunnudag

Kórónuveiran Covid-19 | 23. júlí 2021

Þessar takmarkanir taka gildi á sunnudag

Samkomutakmarkanir verða settar á ný hér á landi frá og með sunnudeginum 25. júlí.  Takmarkanirnar munu að óbreyttu gilda frá miðnætti á laugardag og til 13. ágúst. Grímuskylda er aftur tekin upp við vissar aðstæður og veitingastaðir munu þurfa að hólfaskipta starfsemi sinni ef þeir ætla að taka við fleiri en 100 gestum og að hámarki 200.

Þessar takmarkanir taka gildi á sunnudag

Kórónuveiran Covid-19 | 23. júlí 2021

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund kvöldsins.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund kvöldsins. mbl.is/Ari Páll Karlsson

Samkomutakmarkanir verða settar á ný hér á landi frá og með sunnudeginum 25. júlí.  Takmarkanirnar munu að óbreyttu gilda frá miðnætti á laugardag og til 13. ágúst. Grímuskylda er aftur tekin upp við vissar aðstæður og veitingastaðir munu þurfa að hólfaskipta starfsemi sinni ef þeir ætla að taka við fleiri en 100 gestum og að hámarki 200.

Samkomutakmarkanir verða settar á ný hér á landi frá og með sunnudeginum 25. júlí.  Takmarkanirnar munu að óbreyttu gilda frá miðnætti á laugardag og til 13. ágúst. Grímuskylda er aftur tekin upp við vissar aðstæður og veitingastaðir munu þurfa að hólfaskipta starfsemi sinni ef þeir ætla að taka við fleiri en 100 gestum og að hámarki 200.

Almenna reglan er sú að hámarksfjöldi þeirra sem má koma saman verði 200 og nálægðartakmörk miðist við einn metra. Ef ekki er unnt að viðhalda eins metra fjarlægð milli fólks innanhúss hvílir grímuskylda á fólki.

Einungis 100 á veitingastöðum

Veitinga- og skemmtistaðir munu einungis mega taka á móti 100 manns í hverju rými og skráningarskylda verður tekin upp á nýjan leik. Vínveitingar verða aðeins bornar til sitjandi gesta. Stöðum verður heimilt að hleypa nýjum gestum inn til klukkan 23:00 en allir þurfa að hafa yfirgefið staðina á miðnætti.

Á íþróttaviðburðum verða að hámarki 200 í hverju áhorfendahólfi, sama gildir um sviðslista- og kvikmyndasýningar.

Íþróttaæfingar og keppnir verða áfram heimilar með og án snertingar en hámarksfjöldi á hverri æfingu eða keppni er 100 manns, sama gildir um sviðslistasýningar og -æfingar.

Líkamsrækt og sund megi taka á móti 75%

Söfnum, líkamsræktar- og baðstöðvum verður heimilt að taka á móti 75% af skráðum hámarksfjölda gesta.

Á tjald- og hjólhýsasvæðum munu svo leiðbeingar sóttvarnalæknis og Ferðamálstofu gilda. 

Mikilvægt er talið að grípa eins fljótt og auðið er til takmarkana innanlands til að koma böndum á aukna útbreiðslu smita. Með mikilli útbreiðslu og smiti hjá viðkvæmum hópum er hætt við alvarlegum afleiðingum,“ segir í tilkynningu Stjórnarráðsins

mbl.is