Þórólfur vildi tveggja metra reglu

Kórónuveiran COVID-19 | 23. júlí 2021

Þórólfur vildi tveggja metra reglu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mestu breytinguna sem hafi orðið á síðustu fjórum vikum, síðan öllum samkomutakmörkunum var aflétt innanlands, vera Delta-afbrigðið. Hún segir ríkisstjórnina ekki hafa lagt mat á efnahagslegar afleiðingar takmarkananna á fundinum en vonar að þær muni vara skammt. 

Þórólfur vildi tveggja metra reglu

Kórónuveiran COVID-19 | 23. júlí 2021

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Ari Páll Karlsson

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mestu breytinguna sem hafi orðið á síðustu fjórum vikum, síðan öllum samkomutakmörkunum var aflétt innanlands, vera Delta-afbrigðið. Hún segir ríkisstjórnina ekki hafa lagt mat á efnahagslegar afleiðingar takmarkananna á fundinum en vonar að þær muni vara skammt. 

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mestu breytinguna sem hafi orðið á síðustu fjórum vikum, síðan öllum samkomutakmörkunum var aflétt innanlands, vera Delta-afbrigðið. Hún segir ríkisstjórnina ekki hafa lagt mat á efnahagslegar afleiðingar takmarkananna á fundinum en vonar að þær muni vara skammt. 

„Við erum að taka stóra ákvörðun hér frá því að vera með takmarkalaust samfélag. En vonandi erum við að taka ákvörðun til tiltölulega skamms tíma. Þetta er ákvörðun sem við erum að taka til þriggja vikna en þær verða teknar til lengri tíma þegar við höfum skýrari mynd af stöðunni,“ sagði Svandís að loknum fundinum á Egilsstöðum sem stóð yfir í þrjár heilar klukkustundir. 

75% af hámarksfjölda í sund og líkamsrækt

Ríkisstjórnin féllst á 200 manna fjöldatakmörkun auk eins metra nándarreglu og takmörkun á afgreiðslutíma veitinga- og skemmtistaða. Að sögn Svandísar er reglugerðin að mestu leyti í samræmi við tillögur Þórólfs þótt hann hafi lagt til tveggja metra reglu með takmörkunum sem ríkisstjórnin hafi ákveðið að stytta niður í eins metra alls staðar. 75% af hámarksfjölda verður hleypt inn á sundstaði og líkamsræktarstöðvar.

Staðan verður að sögn Svandísar endurmetin að þremur vikum liðnum: „Við erum auðvitað rétt að byrja þessa greiningu. Það sem við þurfum að gera er að horfa til þess hvernig bólusett Ísland þróast. Hvernig virkar bólusett Ísland með Covid í gangi erlendis? Hvers konar uppbyggingu og stuðningi þurfum við á að halda líka í heilbrigðiskerfinu?“ 

Ráðfærði ríkisstjórnin sig við fleiri sérfræðinga en sóttvarnalækni?

„Ég fæ samkvæmt lögum þessa tillögu frá sóttvarnalækni og fer svo yfir málið með mínu fólki í ráðuneytinu. Þar sem litið er til lögfræðilegra sjónarmiða þannig að það eru fjölmargir sem koma að þessu ferli. Þannig hefur það verið gert frá upphafi faraldurs.“

Hvað hefur breyst síðan takmörkunum var aflétt fyrir fjórum vikum?

„Það sem hefur fyrst og fremst breyst er Delta-afbrigðið, það hefur náð að smjúga fram hjá bólusetningunni. Ef við værum að sjá þessar tölur í óbólusettu samfélagi værum við að sjá tillögu frá Þórólfi sem myndi kveða á um miklu harðari takmarkanir. Þetta er með mildustu takmörkunum sem við höfum verið með í gegnum faraldurinn.“

mbl.is