Unglingar mega fá Moderna

Bólusetningar við Covid-19 | 23. júlí 2021

Unglingar mega fá Moderna

Evrópska lyfjastofnunin (EMA) ákvað í gær að mæla með Spikevax, bóluefni Moderna, fyrir börn og unglinga, 12 ára og eldri. Það er í höndum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) að taka lokaákvörðun, en það er formsatriði.

Unglingar mega fá Moderna

Bólusetningar við Covid-19 | 23. júlí 2021

Spikevax-bóluefnið frá Moderna má nú nota á 12-17 ára.
Spikevax-bóluefnið frá Moderna má nú nota á 12-17 ára. AFP

Evrópska lyfjastofnunin (EMA) ákvað í gær að mæla með Spikevax, bóluefni Moderna, fyrir börn og unglinga, 12 ára og eldri. Það er í höndum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) að taka lokaákvörðun, en það er formsatriði.

Evrópska lyfjastofnunin (EMA) ákvað í gær að mæla með Spikevax, bóluefni Moderna, fyrir börn og unglinga, 12 ára og eldri. Það er í höndum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) að taka lokaákvörðun, en það er formsatriði.

Lyfjastofnun Íslands hefur dyggilega fylgt EMA eftir varðandi leyfi bóluefna, svo gera má ráð fyrir því að þessi ákvörðun gildi og hafi áhrif hér á landi líka.

Spikevax, sem oft er nefnt Moderna eftir framleiðandanum, verður þá annað bóluefnið, sem mælt er með fyrir börn og unglinga, en bóluefni Pfizer/BioNTech hlaut leyfi til notkunar fyrir 12-17 ára í maí.

Litið er á bólusetnngu barna og unglinga sem mikilvægan þátt í að ná hjarðónæmi þjóða gagnvart Covid-19, en þrátt fyrir að langflest börn fái aðeins væg einkenni kórónuveirunnar ef nokkur, þá geta þau verið smitandi og sum sem eru veik fyrir, veikst alvarlega.

mbl.is