95 smit greindust innanlands

Kórónuveiran Covid-19 | 24. júlí 2021

95 smit greindust innanlands

95 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 75 voru utan sóttkvíar við greiningu en 20 í sóttkví. Nú liggja fjórir á sjúkrahúsi veikir af Covid-19. 

95 smit greindust innanlands

Kórónuveiran Covid-19 | 24. júlí 2021

Frá skimun vegna Covid-19 á Suðurlandsbraut.
Frá skimun vegna Covid-19 á Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

95 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 75 voru utan sóttkvíar við greiningu en 20 í sóttkví. Nú liggja fjórir á sjúkrahúsi veikir af Covid-19. 

95 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. 75 voru utan sóttkvíar við greiningu en 20 í sóttkví. Nú liggja fjórir á sjúkrahúsi veikir af Covid-19. 

62 þeirra sem greindust smitaðir í gær voru bólusettir. Hjá tveimur er bólusetning hafin og voru 26 óbólusettir.

Eitt smit greindist við landamærin í gær. Sá einstaklingur var óbólusettur.

Ríflega 4.500 sýni voru tekin í gær og var hlutfall jákvæðra sýna um 3%.

42 börn í einangrun

14 daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa er nú 111,3 innanlands og 16,4 við landamærin. 

1.266 eru í sóttkví og 463 í einangrun. 1.104 eru í skimunarsóttkví vegna komu frá útlöndum.

Áfram eru flestir í einangrun á aldrinum 18 til 29 ára eða 206 manns. 98 eru í einangrun í aldurshópnum 30 til 39 ára, 32 á aldrinum 40 til 49 ára, 26 á aldrinum 60 til 69 ára og tveir á aldrinum 80 til 89 ára. 

Þá eru 42 börn í einangrun, flest á aldrinum 6 til 12 ára.

Flestir eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu eða 220. Þá eru 28 í einangrun á Suðurlandi, og 11 á Norðurlandi eystra. 

Gripið verður til hertra aðgerða á miðnætti vegna uppsveiflu faraldursins. Þá mega einungis 200 koma saman, stórum viðburðum sem átti að halda á næstunni hefur því verið aflýst. Þá verður opnunartími veitingastaða og skemmtistaða styttur. Tæma þarf staðina fyrir miðnætti á hverju kvöldi. Aðgerðirnar gilda til og með 13. ágúst n.k.

mbl.is