Ben & Jerry's veldur pólitískum usla í Ísrael

Ísrael/Palestína | 24. júlí 2021

Ben & Jerry‘s veldur pólitískum usla í Ísrael

Miklar pólitískar deilur ríkja nú í Ísrael eftir að heimsþekkti ís­fram­leiðandinn Ben & Jerry's hætti að selja ís í ísraelskum land­töku­byggðum á heima­svæði Palestínu­manna.

Ben & Jerry‘s veldur pólitískum usla í Ísrael

Ísrael/Palestína | 24. júlí 2021

Bandaríski ísframleiðandinn Ben & Jerry‘s veldur usla í Ísrael.
Bandaríski ísframleiðandinn Ben & Jerry‘s veldur usla í Ísrael. AFP

Miklar pólitískar deilur ríkja nú í Ísrael eftir að heimsþekkti ís­fram­leiðandinn Ben & Jerry's hætti að selja ís í ísraelskum land­töku­byggðum á heima­svæði Palestínu­manna.

Miklar pólitískar deilur ríkja nú í Ísrael eftir að heimsþekkti ís­fram­leiðandinn Ben & Jerry's hætti að selja ís í ísraelskum land­töku­byggðum á heima­svæði Palestínu­manna.

Ísraelsmaðurinn Avi Zinger rekur verksmiðju sem framleiðir ísinn og segir hann ákvörðun Ben & Jerry's hafa varpað verksmiðju sinni í pólitískt karp. Hann segist ætla að halda áfram að selja ísinn hvar sem Ísraelsmenn búa, þar sem ekki sé rétt að sniðganga ísraelska ríkisborgara af pólitískum ástæðum. 

Þá hefur Naftali Bennett, forsætisráðherra landsins, sagt að stjórnvöld muni nota öll þau tæki sem þau hafa yfir að ráða til þess að berjast gegn ákvörðuninni. Stjórnvöld Palestínu lofsama hins vegar ákvörðun ísframleiðandans.

Yfir 670 þúsund gyðingar búa í land­töku­byggðum á Vestur­bakkanum.

mbl.is