Margir hafi komið smitaðir til landsins

Kórónuveiran COVID-19 | 24. júlí 2021

Margir hafi komið smitaðir til landsins

Öll kórónuveirusmitin sem hafa greinst innanlands undanfarið eru af Delta-afbrigði kórónuveirunnar og eru þau af nokkrum undirgerðum. Það bendir til þess að margir einstaklingar hafi komið smitaðir af hingað til lands að undanförnu. Þetta kemur fram í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 

Margir hafi komið smitaðir til landsins

Kórónuveiran COVID-19 | 24. júlí 2021

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Öll kórónuveirusmitin sem hafa greinst innanlands undanfarið eru af Delta-afbrigði kórónuveirunnar og eru þau af nokkrum undirgerðum. Það bendir til þess að margir einstaklingar hafi komið smitaðir af hingað til lands að undanförnu. Þetta kemur fram í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 

Öll kórónuveirusmitin sem hafa greinst innanlands undanfarið eru af Delta-afbrigði kórónuveirunnar og eru þau af nokkrum undirgerðum. Það bendir til þess að margir einstaklingar hafi komið smitaðir af hingað til lands að undanförnu. Þetta kemur fram í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 

Í minnisblaðinu, þar sem Þórólfur leggur til hertar aðgerðir innanlands, fer Þórólfur yfir þróun faraldursins upp á síðkastið. Minnisblaðið er skrifað á fimmtudag en í gær, föstudag, ákvað ríkisstjórnin að grípa til hertra aðgerða innanlands sem taka gildi á miðnætti.

Flest smitanna sem komið hafa upp hér innanlands síðan um mánaðamót hafa komið upp hjá fullbólusettum einstaklingum. Þeir eru um 70% smitaðra, 8% voru hálfbólusett við greiningu og 20% óbólusett. 30% hafa verið í sóttkví við greiningu. 

Gera má ráð fyrir innlögnum hjá 0,5%

Til þessa hafa um 5% þeirra sem greinst hafa með Covid-19 þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda en Þórólfur segir að full bólusetning muni fækka sjúkrahúsinnlögnum í allt að 0,5% hjá bólusettum sem smitast. Hlutfallið gæti þó orðið hærra.

„Því upplýsingar erlendis frá benda til að spítalainnlagnir séu tíðari þegar um Delta-afbrigðið er að ræða,“ skrifar Þórólfur og jafnframt:

„Þó að þetta hlutfall sé lágt þá getur það leitt til mikils fjölda innlagna ef smit verður útbreitt. Þá ber að nefna að umtalsverður fjöldi einstaklinga eldri en 16 ára hefur ekki verið bólusettur, eða um 30.000 manns, auk flestra barna yngri en 16 ára en sá hópur telur um um 73.000 manns. Samkvæmt áhættumati ECDC og WHO frá 23. júní 2021 er bent á aukna áhættu á útbreiðslu Delta-afbrigðisins í óbólusettu eða ekki fullbólusettu þýði og jafnvel hjá fullbólusettum einstaklingum.“

Virkni bóluefna hjá eldri einstaklingum ekki vel þekkt

Þórólfur telur að þar sem mörg smit hafa greinst undanfarið gæti verið yfirvofandi fjöldi innlagna vegna Covid-19. 

„Einnig þarf að hafa í huga að virkni bóluefnanna er ekki vel þekkt hjá eldri einstaklingum og þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og/eða ónæmisvandamál.“

Í minnisblaðinu segir Þórólfur þetta ástæðuna fyrir því að hann hafi mælt með því að gripið yrði til aðgerða eins fljótt og auðið er. 

„Með mikilli útbreiðslu og smiti hjá viðkvæmum hópum er hætta á alvarlegum afleiðingum. Þá er einnig mikilvægt að ná tökum á stöðunni áður en skólahald hefst en viðbúið er að sérstakar reglur þurfi að setja áður en það hefst.“

mbl.is