Segja vörn Pfizer gegn smiti versna hratt

Kórónuveiran Covid-19 | 24. júlí 2021

Segja vörn Pfizer gegn smiti versna hratt

Ísraelsk rannsókn á virkni Pfizer-bóluefnisins virðist benda til þess að vörn gegn smiti hraki verulega nokkrum mánuðum eftir seinni sprautu. Þrátt fyrir það heldur vörnin gegn alvarlegri veikindum sér vel. Þetta kemur fram í umfjöllun The New York Times.

Segja vörn Pfizer gegn smiti versna hratt

Kórónuveiran Covid-19 | 24. júlí 2021

Pfizer-bóluefnið var það fyrsta sem fékk markaðsleyfi í Evrópu og …
Pfizer-bóluefnið var það fyrsta sem fékk markaðsleyfi í Evrópu og Bandaríkjunum sem bóluefni gegn Covid-19. AFP

Ísraelsk rannsókn á virkni Pfizer-bóluefnisins virðist benda til þess að vörn gegn smiti hraki verulega nokkrum mánuðum eftir seinni sprautu. Þrátt fyrir það heldur vörnin gegn alvarlegri veikindum sér vel. Þetta kemur fram í umfjöllun The New York Times.

Ísraelsk rannsókn á virkni Pfizer-bóluefnisins virðist benda til þess að vörn gegn smiti hraki verulega nokkrum mánuðum eftir seinni sprautu. Þrátt fyrir það heldur vörnin gegn alvarlegri veikindum sér vel. Þetta kemur fram í umfjöllun The New York Times.

Rannsóknin var unnin upp úr gagnagrunni ísraelsku heilbrigðisþjónustunnar sem bólusetti þegna sína langt á undan öðrum þjóðum með bóluefni Pfizer. Gögnin bentu til þess að bólusettir hefðu að jafnaði varðveitt um 39% vörn gegn smiti í upphafi júlí miðað við 95% vörn fyrstu mánuði eftir bólusetningu.

Vörn gegn alvarlegum veikindum er sögð svipuð nú og hún var þá eða yfir 90%.

Vara við því að draga of víðtækar ályktanir

Höfundar rannsóknarinnar vöruðu þó við því að draga of víðtækar ályktanir af henni þar sem úrtakið væri ekki ýkja stórt auk þess að rannsóknir á virkni bóluefna væru vandasamar. Gögnin þyrfti að rannsaka betur.

Nitzan Horowitz heilbrigðisráðherra Ísrael.
Nitzan Horowitz heilbrigðisráðherra Ísrael. AFP

Markmiðið að lifa með veirunni

Ísrael kynnti fyrr í vikunni nýjar takmarkanir, þær munu þó frekar beinast að óbólusettum. Bólusetningarvottorð er því skilyrði fyrir aðgengi að söfnum, líkamsræktarstöðvum, kaffihúsum og menningar- og íþróttaviðburðum. Þá verða veirupróf ekki lengur ókeypis fyrir þá sem kjósa að láta ekki bólusetja sig. 

Haft er eftir heilbrigðisráðherra Ísraels, Nitzan Horowitz, í ísraelska miðlinum Haaretz: „Við vitum að veiran mun ekki hverfa á næstunni. Markmiðið okkar er skýrt – lifa með veirunni.“

mbl.is