Lækkunin mest í ferðaþjónustugreinum

Kórónukreppan | 26. júlí 2021

Lækkunin mest í ferðaþjónustugreinum

Launasumma, staðgreiðsluskyld laun allra á vinnumarkaði, hækkaði um 5,8% milli fjögurra fyrstu mánaða 2020 og 2021. Launavísitala hækkaði um 9,7% á sama tíma þannig að heildarlaunatekjur landsmanna hækkuðu minna en föst mánaðarlaun. 

Lækkunin mest í ferðaþjónustugreinum

Kórónukreppan | 26. júlí 2021

Ferðamenn við Strokk.
Ferðamenn við Strokk. mbl.is/Ómar Óskarsson

Launasumma, staðgreiðsluskyld laun allra á vinnumarkaði, hækkaði um 5,8% milli fjögurra fyrstu mánaða 2020 og 2021. Launavísitala hækkaði um 9,7% á sama tíma þannig að heildarlaunatekjur landsmanna hækkuðu minna en föst mánaðarlaun. 

Launasumma, staðgreiðsluskyld laun allra á vinnumarkaði, hækkaði um 5,8% milli fjögurra fyrstu mánaða 2020 og 2021. Launavísitala hækkaði um 9,7% á sama tíma þannig að heildarlaunatekjur landsmanna hækkuðu minna en föst mánaðarlaun. 

Fram kemur í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans að vísitala neysluverðs hækkaði um 4,3% á sama tímabili þannig að launasumma hefur hækkað um 1,4% að raungildi. 

Launasumma í einkennandi greinum ferðaþjónustu lækkaði um tæp 38% á milli ára. Aftur á móti var 15% og 13% aukning launasummu milli ára í sjávarútvegi og opinberri stjórnsýslu. Fyrir utan ferðaþjónustuna lækkar launasumman einungis í fjármála- og vátryggingarstarfsemi. 

Launafólki sem fékk staðgreiðsluskyldar greiðslur fyrstu fjóra mánuði 2021 fækkaði um 5,6% frá sama tíma 2020. Launasumman hækkaði um 5,8% á nafnverði á sama tíma. Samkvæmt Hagsjá bendir þetta til þess að tekjulægra fólk hafi í meira mæli horfið af vinnumarkaði en það sem hafði hærri tekjur. 

mbl.is