Ástandið muni versna áður en það batnar

Kórónuveiran Covid-19 | 27. júlí 2021

Ástandið muni versna áður en það batnar

Heilbrigðiskerfi Bretlands (NHS) er undir svipað miklu álagi nú og það var í janúarmánuði síðastliðnum. Ástandið mun versna áður en það batnar, að sögn yfirmanna í heilbrigðisþjónustu.

Ástandið muni versna áður en það batnar

Kórónuveiran Covid-19 | 27. júlí 2021

Eftirspurn eftir gjörgæslurýmum í Bretlandi er í sögulegum hæðum.
Eftirspurn eftir gjörgæslurýmum í Bretlandi er í sögulegum hæðum. AFP

Heilbrigðiskerfi Bretlands (NHS) er undir svipað miklu álagi nú og það var í janúarmánuði síðastliðnum. Ástandið mun versna áður en það batnar, að sögn yfirmanna í heilbrigðisþjónustu.

Heilbrigðiskerfi Bretlands (NHS) er undir svipað miklu álagi nú og það var í janúarmánuði síðastliðnum. Ástandið mun versna áður en það batnar, að sögn yfirmanna í heilbrigðisþjónustu.

Guardian greinir frá.

Í bréfi sem yfirmennirnir sendu Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ráðherrum ríkisstjórnar hans og framkvæmdastjóra NHS, sögðu þeir að heilbrigðisþjónustan sé nú undir verulegu álagi á nokkrum mismunandi stöðum, t.a.m. hvað varðar geðheilbrigðisþjónustu og sjúkrahúsinnlagnir. Þá hefur aldrei verið jafn mikil spurn eftir bráðaþjónustu og gjörgæslumeðferð.

„Þessi samsetning gerir það að verkum að margir yfirmenn segja að álagið sem þeir upplifi nú sé svipað og í janúar þegar NHS var undir einu mesta álagi sem sést hefur,“ segir í bréfinu.

Yfirmennirnir kalla eftir því að ríkisstjórn Bretlands taki „réttar ákvarðanir“ á næstu mánuðum þegar ríkisstjórnin tekur ákvörðun um fjármögnun kerfisins fyrir seinni helming reikningsársins.

mbl.is