Ísland færist yfir á rauðan lista

Kórónuveiran COVID-19 | 28. júlí 2021

Ísland færist yfir á rauðan lista

Nýgengi smita er komið yfir 200 samkvæmt nýjustu tölum. Það þýðir að Ísland mun líklega færast yfir á rauðan lista í flokk­un Sótt­varna­stofn­un­ar Evr­ópu á morgun, að sögn Kamillu S. Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis. Ferðafrelsi Íslendinga kann að skerðast til muna við þetta. 

Ísland færist yfir á rauðan lista

Kórónuveiran COVID-19 | 28. júlí 2021

Ferðafrelsi íslendinga kann að skerðast í kjölfarið.
Ferðafrelsi íslendinga kann að skerðast í kjölfarið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýgengi smita er komið yfir 200 samkvæmt nýjustu tölum. Það þýðir að Ísland mun líklega færast yfir á rauðan lista í flokk­un Sótt­varna­stofn­un­ar Evr­ópu á morgun, að sögn Kamillu S. Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis. Ferðafrelsi Íslendinga kann að skerðast til muna við þetta. 

Nýgengi smita er komið yfir 200 samkvæmt nýjustu tölum. Það þýðir að Ísland mun líklega færast yfir á rauðan lista í flokk­un Sótt­varna­stofn­un­ar Evr­ópu á morgun, að sögn Kamillu S. Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis. Ferðafrelsi Íslendinga kann að skerðast til muna við þetta. 

Kortið er uppfært vikulega yfir tveggja vikna tímabil og Kamilla segir það verða að teljast mikil bjartsýni að ætla að Ísland verði komið af rauða listanum fyrir næstu viku. Það þýðir að Ísland mun líklega vera rautt næstu tvær vikurnar, hið minnsta. 

Það er þó ekki útilokað, en til þess að Ísland losni við rauða litinn þyrftu smit innanlands að vera töluvert færri það sem eftir er vikunnar og fram á þá næstu. Kamilla er þó ekki með tölfræðina á hreinu og getur því ekki gefið upp hvaða fjölda þyrfti að miða við.

Yfir þolmörkum greiningargetunnar

Tölurnar í dag eru sambærilegar þeim sem voru í gær. „Ef ekki hefði komið fyrir mánudagurinn þá hefði dagurinn í gær verið sá versti frá upphafi þannig að þetta er bara sambærilegt,“ segir Kamilla.

Í gær voru tekin um 6.000 sýni og er það mesti fjöldi frá upphafi. Kamilla segir þennan fjölda vera við eða jafnvel yfir þolmörkun greiningargetunnar.

Í gær kom upp vandamál sem olli því að tölur voru enn að uppfærast fram eftir degi. Hafði það einnig áhrif á daginn í dag en Kamilla segir að vegna þess hve sjálfvirkt kerfið er sé ekki hægt að staðfesta hvort það eigi eftir að greina einhver smit.

Verslunarmannahelgin er fram undan og það kann að hafa þau áhrif að færri sýni verði tekin. Aftur á móti bendir Kamilla á að einkennasýnatökur séu meirihluti þeirra tilfella sem greinast jákvæð og því á hún ekki von á að færri sýnatökur yfir verslunarmannahelgina muni hafa einhver teljandi áhrif á smitfjöldann.

mbl.is