Breyta stefnu um upplýsingar til fjölmiðla

Bólusetningar við Covid-19 | 29. júlí 2021

Breyta stefnu um upplýsingar til fjölmiðla

Landspítali mun í samráði við sóttvarnalækni gefa út bólusetningarstöðu þeirra sem þurfa að leggjast inn vegna Covid-19 ef innlögnum fer að fjölga.

Breyta stefnu um upplýsingar til fjölmiðla

Bólusetningar við Covid-19 | 29. júlí 2021

Landspítali mun í samráði við sóttvarnalækni gefa út bólusetningarstöðu þeirra sem þurfa að leggjast inn vegna Covid-19 ef innlögnum fer að fjölga.

Landspítali mun í samráði við sóttvarnalækni gefa út bólusetningarstöðu þeirra sem þurfa að leggjast inn vegna Covid-19 ef innlögnum fer að fjölga.

Framkvæmdastjórn Landspítala telur að um viðkvæmar upplýsingar sé að ræða og því verði þær ekki gefnar út í einstaka tilvikum þegar fjölmiðlar leita eftir þeim. 

Eins og fram kom í morgun eru þeir tveir sem liggja á gjörgæslu vegna Covid-19 óbólusettir.

Viti kannski meira en þeir ættu að vita

„Þetta eru svo fáir einstaklingar sem eru í þessari stöðu og þá vita þeir sem starfa hérna á spítalanum kannski meira en þeir ættu að vita um þá,“ segir Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar, um það hvers vegna ákvörðun hafi verið tekin um að opinbera ekki slíkar upplýsingar í einstaka tilvikum.

„Þegar þessum einstaklingum fjölgar munum við í samráði við sóttvarnalækni gefa út bólusetningarstöðu þeirra sem eru inni á spítalanum til þess að það fáist mynd af þessu án þess að það sé hægt að rekja þetta.“

Halda utan um tölurnar en verður ekki endilega uppfært daglega

Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, segir í samtali við mbl.is að einhverjir þeirra tíu sem liggja á Landspítala vegna Covid-19 séu óbólusettir. 

„Við munum halda utan um þessar tölur og mögulega vera með einhver uppgjör inn á milli en það verður ekki uppfært daglega endilega.“

mbl.is