Netflix krefst þess að starfsmenn fái bólusetningu

Kórónuveiran COVID-19 | 29. júlí 2021

Netflix krefst þess að starfsmenn fái bólusetningu

Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að bólusetning við Covid-19 verði skylda fyrir leikara og starfsmenn við kvikmyndaframleiðslu fyrirtækisins. 

Netflix krefst þess að starfsmenn fái bólusetningu

Kórónuveiran COVID-19 | 29. júlí 2021

Netflix. Mynd úr safni.
Netflix. Mynd úr safni. AFP

Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að bólusetning við Covid-19 verði skylda fyrir leikara og starfsmenn við kvikmyndaframleiðslu fyrirtækisins. 

Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að bólusetning við Covid-19 verði skylda fyrir leikara og starfsmenn við kvikmyndaframleiðslu fyrirtækisins. 

Fleiri stórfyrirtæki á borð við Google hafa gert bólusetningu að skyldu fyrir starfsmenn áður en þeir snúa aftur á skrifstofur fyrirtækisins úr fjarvinnu. 

Stefna Netflix mun fyrst eiga við starfsmenn í Bandaríkjunum og síðan fyrir alla 144 þúsund starfsmenn fyrirtækisins um heim allan. Nýju reglurnar koma í kjölfarið á því að stéttarfélög í Hollywood og kvikmyndaframleiðendur náðu samkomulagi um bólusetningar. 

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna tilkynnti fyrr í vikunni að grímur ætti að nota á nýju innandyra, þrátt fyrir bólusetningu. Smitum hefur farið fjölgandi víða í Bandaríkjunum vegna Delta-afbrigðisins.

mbl.is