Sjúklingur á krabbameinsdeild smitaður

Kórónuveiran Covid-19 | 29. júlí 2021

Sjúklingur á krabbameinsdeild smitaður

Undanfarna tvo daga hafa greinst tvö kórónuveirusmit hjá starfsmönnum og eitt hjá sjúklingi sem liggur inni á blóð- og krabbameinslækningadeild 11EG.

Sjúklingur á krabbameinsdeild smitaður

Kórónuveiran Covid-19 | 29. júlí 2021

Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. mbl.is/Sigurður Bogi

Undanfarna tvo daga hafa greinst tvö kórónuveirusmit hjá starfsmönnum og eitt hjá sjúklingi sem liggur inni á blóð- og krabbameinslækningadeild 11EG.

Undanfarna tvo daga hafa greinst tvö kórónuveirusmit hjá starfsmönnum og eitt hjá sjúklingi sem liggur inni á blóð- og krabbameinslækningadeild 11EG.

Ítarleg rakning hefur farið fram, og skimun, og fólki verið skipað í sóttkví A eða vinnusóttkví eftir atvikum, að því er segir á vef Landspítalans.

Sjúklingurinn greindist við skimun í gær. Hann var fluttur á smitsjúkdómadeild í einangrun og tveir samsjúklingar eru í sóttkví.

„Ekki er hægt að fullyrða neitt um tengingar þessara smita að svo stöddu en mögulega er um þrjá aðskilda atburði að ræða,“ segir í tilkynningunni.

Klukkan 12 í dag var staðan á spítalanum þannig að tíu liggja inni með Covid-19, átta á legudeildum og tveir á gjörgæslu.

Síðastliðinn sólarhring útskrifaðist einn og þrír lögðust inn (einn greindist óvænt á deild).

965 eru í eftirliti á Covid-göngudeild, þar af 112 börn. Þrír eru á rauðu en 15 einstaklingar flokkast gulir. 21 starfsmaður er í einangrun, 35 í sóttkví A og í vinnusóttkví eru 92 starfsmenn.

mbl.is