„Það þarf ekki alltaf 200 manna hópa til“

Kórónuveiran Covid-19 | 29. júlí 2021

„Það þarf ekki alltaf 200 manna hópa til“

Kórónuveirusmit hafa undanfarið greinst í tengslum við útihátíðir, brúðkaupsveislur, vinafundi, íþróttaæfingar og fleiri viðburði. Staðgengill sóttvarnalæknis segir ljóst að ekki þurfi 200 manna hópa til þess að hópsýkingar verði til en ekkert sé komið í ljós með það hvort herða þurfi sóttvarnaaðgerðir enn frekar vegna stöðunnar.

„Það þarf ekki alltaf 200 manna hópa til“

Kórónuveiran Covid-19 | 29. júlí 2021

Frá skimun fyrir Covid-19. Nýgengi smita á hverja 100.000 íbúa …
Frá skimun fyrir Covid-19. Nýgengi smita á hverja 100.000 íbúa síðastliðna 14 daga er nú óvenju hátt eða 249. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kórónuveirusmit hafa undanfarið greinst í tengslum við útihátíðir, brúðkaupsveislur, vinafundi, íþróttaæfingar og fleiri viðburði. Staðgengill sóttvarnalæknis segir ljóst að ekki þurfi 200 manna hópa til þess að hópsýkingar verði til en ekkert sé komið í ljós með það hvort herða þurfi sóttvarnaaðgerðir enn frekar vegna stöðunnar.

Kórónuveirusmit hafa undanfarið greinst í tengslum við útihátíðir, brúðkaupsveislur, vinafundi, íþróttaæfingar og fleiri viðburði. Staðgengill sóttvarnalæknis segir ljóst að ekki þurfi 200 manna hópa til þess að hópsýkingar verði til en ekkert sé komið í ljós með það hvort herða þurfi sóttvarnaaðgerðir enn frekar vegna stöðunnar.

200 manna samkomubann tók gildi síðastliðinn laugardag og gildir það til 13. ágúst. Ekkert hefur verið gefið út um það hvað tekur við að þeim degi liðnum.

„Við erum enn að sjá smit í tengslum við þessa hópa sem fyrstir komust á kortið en það eru líka komin upp smit innan minni hópa, eins og í brúðkaupsveislum og vinahópum, hjá fólki sem æfir íþróttir saman og allt mögulegt. Þannig að þetta er enn í gangi og það þarf ekki alltaf 200 manna hópa til,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis.

Hópsmit hafa greinst í kringum útihátíðir

Segir það okkur að grípa þurfi til hertra aðgerða?

„Við erum alltaf að meta stöðuna og sjáum bara til með það. Það er ekki enn komið í ljós.“

Aðspurð segir Kamilla að hópsmit hafi komið upp í tengslum við útihátíðir en enn sé ekki útséð með það hversu útbreidd þau séu.

„Það er ekki enn komið í ljós,“ segir Kamilla, spurð …
„Það er ekki enn komið í ljós,“ segir Kamilla, spurð um það hvort herða þurfi aðgerðir vegna stöðunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Er útlit fyrir að þau séu stór?

„Þau eru ekki stærst af því sem hefur komið upp undanfarna daga. Raðgreining heldur áfram og við eigum eftir að fá meiri upplýsingar um það á næstunni.“

Kamilla segir að flest smitin sem greinst hafa undanfarið tengist áfram smitum á skemmtanalífinu og ferð hóps af fólki til Lundúna á EM. Þá tengjast stórar hópsýkingar líka öðrum smitum sem hafa komið inn í gegnum landamærin.

Tekur tíma að framleiða sértæk bóluefni

Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Kamilla okkar helstu von vera að sér­tæk bólu­efni kæmu fram sem virkuðu bet­ur gegn Delta-af­brigðinu. Miðað við stöðuna núna væru smit­in mjög út­breidd víða um heim og að áfram kæmu ný af­brigði.

Spurð hvort ekki sé nauðsynlegt að fara að bólusetja fólk með sértæku bóluefni sem virkar gegn Delta-afbrigðinu sem fyrst segir Kamilla að það taki sinn tíma fyrir þessi bóluefni að líta dagsins ljós, jafnvel þótt um sé að ræða aðlöguð bóluefni frá framleiðendum sem þegar framleiða bóluefni gegn Covid-19.

„Það þarf alltaf að kanna hver virknin er til þess að þau fái markaðsleyfi því þótt þau séu hönnuð í samræmi við prótínin sem eru í Delta þarf samt sem áður að staðfesta að það verði einhver áhrif af bólusetningunni, bæði að það myndist mótefni og svo í kjölfarið hver áhrifin eru í samfélagi þar sem Delta-afbrigðið er útbreitt,“ segir Kamilla.

mbl.is