Kostnaður vegna smits „dekkaður“ eftir atvikum

Kórónuveiran Covid-19 | 30. júlí 2021

Kostnaður vegna smits „dekkaður“ eftir atvikum

Tryggingafélög bjóða í einhverjum tilfellum endurgreiðslu kostnaðar sem kemur til vegna kórónuveirusmits erlendis, þ.e. læknis- og lyfjakostnað eða viðbótarkostnað sem fellur til vegna lengri dvalar. 

Kostnaður vegna smits „dekkaður“ eftir atvikum

Kórónuveiran Covid-19 | 30. júlí 2021

Sjóvá er meðal þeirra tryggingafélaga sem endurgreiða, eftir atvikum, viðbótarkostnað …
Sjóvá er meðal þeirra tryggingafélaga sem endurgreiða, eftir atvikum, viðbótarkostnað vegna Covid-smits erlendis. Samsett mynd

Tryggingafélög bjóða í einhverjum tilfellum endurgreiðslu kostnaðar sem kemur til vegna kórónuveirusmits erlendis, þ.e. læknis- og lyfjakostnað eða viðbótarkostnað sem fellur til vegna lengri dvalar. 

Tryggingafélög bjóða í einhverjum tilfellum endurgreiðslu kostnaðar sem kemur til vegna kórónuveirusmits erlendis, þ.e. læknis- og lyfjakostnað eða viðbótarkostnað sem fellur til vegna lengri dvalar. 

Í fréttum mbl.is í gær var greint frá því að Íslendingum, og öðrum, sem grein­ast smitaðir af kór­ónu­veirunni er­lend­is, er óheim­ilt að fljúga í al­menn­ings­flugi til Íslands.

Þeir þurfa því að sæta sinni ein­angr­un er­lend­is, nema þeir geti út­vegað sér einka­flug eða sjúkra­flug. Þannig má segja að langflestir Íslendingar sem smitast erlendis verði strandaglópar. 

Sam­kvæmt stjórn­ar­skrá er óheim­ilt að meina Íslend­ing­um að koma til Íslands en Kamilla Sig­ríður Jós­efs­dótt­ir, staðgeng­ill sótt­varna­lækn­is, seg­ir skýrt að smitaðir Íslend­ing­ar megi ekki fara í áætl­un­ar­flug.

Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis.
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis. Ljósmynd/almannavarnir

Covid-19 eins og hver annar sjúkdómur

Á vef Sjóvár segir í skilmálum um ferðavernd félagsins um sjúkrakostnað erlendis þá séu viðskiptavinir tryggðir ef veikindi eða slys valda ófyrirséðum útgjöldum.

„Því getur komið til endurgreiðslu kostnaðar úr Ferðavernd, að heild eða hluta, ef greining Covid-19 leiðir til læknis- eða lyfjakostnaðar og/eða viðbótardvalar- og ferðakostnaðar. Skýr gögn þurfa að liggja fyrir þessu til staðfestingar og er hvert mál er skoðað með tilliti til aðstæðna og reglna sem gilda á því svæði sem ferðast var til.“

Sömu sögu er að segja af tryggingafélaginu Verði. Á vef félagsins segir að „erlendur sjúkrakostnaður og aukinn kostnaður sem kann að skapast vegna veikinda er bættur úr ferðatryggingum Varðar og kortatryggingu Arion banka og Landsbanka, samkvæmt skilmálum hverrar tryggingar fyrir sig.“

Viðskiptavinir þessara tryggingafélaga, sem eru með áðurnefndar ferðatryggingar, eiga því von á að geta fengið endurgreiddan þann kostnað sem fellur til vegna veirusmits erlendis. 

Lög kveða ekki á um endurgreiðslu vegna Covid-19

Í fyrirspurn mbl.is til Sjóvár var spurt hvort tryggingafélög byðu sjálf upp á endurgreiðslu kostnaðar vegna Covid-smits erlendis, eða hvort félögin væru skyldug til þess á grundvelli laga um vátryggingar.  

Í svari Sjóvár segir: 

Almenna reglan er sú að frjálst sé að semja um efni vátryggingasamninga, það gildir m.a. um ferðatryggingar. Ferðatryggingar Sjóvár innihalda ekki sérstaka vernd vegna Covid-sýkinga en undanskilja ekki heldur slík veikindi. Því gildir orðalag skilmálanna óháð því hvaða sjúkdóm um er að ræða. Það er sem sagt engin lagaskylda sem mælir fyrir um greiðslu lyfjakostnaðar og/eða viðbótardvalar- og ferðakostnað, umfram það sem leiðir af skilmálum tryggingarinnar.“

mbl.is