„Sama hvað kemur á okkar borð, við tæklum það“

Kórónuveiran COVID-19 | 30. júlí 2021

„Sama hvað kemur á okkar borð, við tæklum það“

Vel gekk hjá sýnatökuteyminu á Suðurlandsbraut í dag að sögn Ingibjargar Salóme Steindórsdóttur, verkefnastjóra sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 3.700 sýni voru tekin í heildina en þó voru einungis  um 1.800 sýni tekin í sóttkvíar-, einkenna- og rakningarskimun.

„Sama hvað kemur á okkar borð, við tæklum það“

Kórónuveiran COVID-19 | 30. júlí 2021

Sýnataka gekk vel í vikunni, þrátt fyrir miklar annir.
Sýnataka gekk vel í vikunni, þrátt fyrir miklar annir. Unnur Karen

Vel gekk hjá sýnatökuteyminu á Suðurlandsbraut í dag að sögn Ingibjargar Salóme Steindórsdóttur, verkefnastjóra sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 3.700 sýni voru tekin í heildina en þó voru einungis  um 1.800 sýni tekin í sóttkvíar-, einkenna- og rakningarskimun.

Vel gekk hjá sýnatökuteyminu á Suðurlandsbraut í dag að sögn Ingibjargar Salóme Steindórsdóttur, verkefnastjóra sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 3.700 sýni voru tekin í heildina en þó voru einungis  um 1.800 sýni tekin í sóttkvíar-, einkenna- og rakningarskimun.

„Þetta er bara búið að ganga gríðarlega vel, þrátt fyrir miklar annir. Það er alltaf svolítið mikið álag fyrir hádegi en þá mæta yfirleitt allir á sama tímanum. Því er mesta álagið alltaf svona fyrstu tvo tímana,“ segir Ingibjörg.

Þrátt fyrir að metfjöldi sýna hafi verið tekinn í byrjun vikunnar segir Ingibjörg að þetta hafi róast með vikunni. Þó ekki þannig að rólegt hafi verið á vaktinni.

Kipptu sér ekkert upp við mótmæli konunnar

Spurð hvort mótmæli og handtaka konu í gær hafi sett þau úr jafnvægi segir Ingibjörg: „Nei, nei, við hjúkrunarfræðingar vinnum náttúrulega með fólk. Fólk getur misst sig við alls konar tilefni, við erum ekkert að kippa okkur upp við það.“

Hún segir vel ganga að manna vaktir, en fyrir um viku var þörf á fleira fólki. „Við erum búin að vera að vinna í því að bæta við fólki og það hefur gengið vel.“

Ingibjörg segir að þrátt fyrir að verslunarmannahelgin sé gengin í garð verði að sjálfsögðu opið í sýnatökunni um helgina. Hún segist þó vona að ekki komi bakslag í kjölfar helgarinnar.

Það er svo bara alltaf sami eldmóðurinn og jákvæðnin í ykkur þarna niðri á Suðurlandsbraut?

„Já að sjálfsögðu! Þetta er bara verkefni sem við ætlum að leysa. Sama hvað kemur inn á okkar borð, við bara tæklum það,“ segir Ingibjörg sannfærandi.

mbl.is