Gripið til viðeigandi aðgerða í Herjólfi

Kórónuveiran Covid-19 | 1. ágúst 2021

Gripið til viðeigandi aðgerða í Herjólfi

Herjólfur ohf. hefur sent frá sér tilkynningu vegna þeirra fimmtán ferðamanna sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær og ferðuðust með ferjunni um morguninn. Starfsmenn Herjólfs fengu upplýsingar um smitin eftir að Herjólfur lagði af stað frá Eyjum aftur.

Gripið til viðeigandi aðgerða í Herjólfi

Kórónuveiran Covid-19 | 1. ágúst 2021

Herjólfur á siglingu úr Vestmannaeyjahöfn.
Herjólfur á siglingu úr Vestmannaeyjahöfn.

Herjólfur ohf. hefur sent frá sér tilkynningu vegna þeirra fimmtán ferðamanna sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær og ferðuðust með ferjunni um morguninn. Starfsmenn Herjólfs fengu upplýsingar um smitin eftir að Herjólfur lagði af stað frá Eyjum aftur.

Herjólfur ohf. hefur sent frá sér tilkynningu vegna þeirra fimmtán ferðamanna sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær og ferðuðust með ferjunni um morguninn. Starfsmenn Herjólfs fengu upplýsingar um smitin eftir að Herjólfur lagði af stað frá Eyjum aftur.

Í tilkynningunni er biðlað til allra er ferðuðust með Herjólfi frá Landeyjahöfn kl. 10.45 í gær og frá Eyjum kl. 12.00 að „huga vel að sér, vera meðvituð ef einkenni birtast og fara í sýnatöku“.

Starfsfólk Herjólfs fékk þá leiðbeiningar bæði frá sóttvarnalækni Suðurlands og rakningarteyminu um næstu skref og fór málið því í formlegan farveg. Ferjan og afgreiðslustaðir voru þrifin og sótthreinsuð í kjölfarið.

Einnig kemur fram að hópurinn hafi farið rakleiðis upp í rútu og því ekki stoppað á öðrum stöðum í Eyjum en á bryggjunni.

Biðlað er til fólks sem bíður eftir niðurstöðum úr sýnatöku eða sýnir flensueinkenni að vera ekki að ferðast með ferjunni. Sé nauðsynlegt að komast milli lands og Eyja skal hafa samband í síma 481-2100 til þess að hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir.

mbl.is