Bjóða börnum 12 ára og eldri bólusetningu

Kórónuveiran Covid-19 | 2. ágúst 2021

Bjóða börnum 12 ára og eldri bólusetningu

Bóluefni gegn kórónuveirunni mun standa börnum, 12 ára og eldri, til boða í Þýskalandi. Heilbrigðisráðherrar sambandsríkjanna hafa einnig ákveðið að áhættuhópum muni verða gefnar örvunarskammtar af bóluefni. Þetta segir á vef Der Spiegel.

Bjóða börnum 12 ára og eldri bólusetningu

Kórónuveiran Covid-19 | 2. ágúst 2021

Unglingur bólusettur í Chile.
Unglingur bólusettur í Chile. AFP

Bóluefni gegn kórónuveirunni mun standa börnum, 12 ára og eldri, til boða í Þýskalandi. Heilbrigðisráðherrar sambandsríkjanna hafa einnig ákveðið að áhættuhópum muni verða gefnar örvunarskammtar af bóluefni. Þetta segir á vef Der Spiegel.

Bóluefni gegn kórónuveirunni mun standa börnum, 12 ára og eldri, til boða í Þýskalandi. Heilbrigðisráðherrar sambandsríkjanna hafa einnig ákveðið að áhættuhópum muni verða gefnar örvunarskammtar af bóluefni. Þetta segir á vef Der Spiegel.

Sambandsríkin munu hafa samþykkt þessa ákvörðun án þess að slík tilmæli hafi borist frá þýska bólusetningarráðinu (STIKO).

Bóluefnin Pfizer og Moderna eru samþykkt af Lyfjastofnun Evrópu (EMA) fyrir börn 12 ára og eldri en bóluefnin hafa hingað til almennt ekki staðið börnum til boða til Þýskalandi. Þeir sem vildu fá bólusetningu gátu þó fengið slíka hjá lækni eftir beiðni og með samþykki foreldra.

Áðurnefnd bóluefni verða því í boði fyrir þau 4,5 milljón börn í Þýskalandi sem eru á aldrinum 12 – 17 ára.

STIKO hefur mælt með því að bóluefni gegn kórónuveirunni séu gefin börnum sem hafi undirliggjandi sjúkóma. Formaður STIKO, Thomas Mertens, varði tregðu ráðsins um að bjóða börnum almennt upp á bóluefnið. „Við getum ekki lagt fram almenn tilmæli svo lengi sem við höfum ekki gögn sem sanna að þetta sé öruggt,“ sagði Thomas.

mbl.is