Sóttkví eftir svefn í covid-rusli

Kórónuveiran Covid-19 | 3. ágúst 2021

Sóttkví eftir svefn í covid-rusli

Í morgun barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um að maður svæfi í ruslagámi sem er fyrir aftan farsóttarhúsið á Barónsstíg. Gámurinn var fullur af rusli frá fólki sýktu af Covid-19 sem dvelur á farsóttarhúsinu og því var ákveðið að maðurinn skyldi sæta sóttkví. RÚV greindi frá.

Sóttkví eftir svefn í covid-rusli

Kórónuveiran Covid-19 | 3. ágúst 2021

Farsóttarhús við Barónsstíg.
Farsóttarhús við Barónsstíg. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Í morgun barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um að maður svæfi í ruslagámi sem er fyrir aftan farsóttarhúsið á Barónsstíg. Gámurinn var fullur af rusli frá fólki sýktu af Covid-19 sem dvelur á farsóttarhúsinu og því var ákveðið að maðurinn skyldi sæta sóttkví. RÚV greindi frá.

Í morgun barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um að maður svæfi í ruslagámi sem er fyrir aftan farsóttarhúsið á Barónsstíg. Gámurinn var fullur af rusli frá fólki sýktu af Covid-19 sem dvelur á farsóttarhúsinu og því var ákveðið að maðurinn skyldi sæta sóttkví. RÚV greindi frá.

Í frétt RÚV um málið segir að maðurinn, sem er á fertugsaldri, sé ekki ókunnur afskiptum lögreglu og var hann í annarlegu ástandi þegar hann fannst í gámnum. Maðurinn mun ekki hafa verið með staðfest smit síðdegis í dag en verður áfram í sóttkví.

mbl.is