Alvarlegt að kalla þurfi starfsfólk úr sumarleyfi

Kórónuveiran Covid-19 | 4. ágúst 2021

Alvarlegt að kalla þurfi starfsfólk úr sumarleyfi

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir það grafalvarlegt mál að það þurfi að kalla inn heilbrigðistarfsmenn úr sumarleyfi vegna álags á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar. Hún skorar á stjórnvöld að taka ákvarðanir varðandi framhaldið.

Alvarlegt að kalla þurfi starfsfólk úr sumarleyfi

Kórónuveiran Covid-19 | 4. ágúst 2021

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. mbl.is/Sigurður Bogi

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir það grafalvarlegt mál að það þurfi að kalla inn heilbrigðistarfsmenn úr sumarleyfi vegna álags á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar. Hún skorar á stjórnvöld að taka ákvarðanir varðandi framhaldið.

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir það grafalvarlegt mál að það þurfi að kalla inn heilbrigðistarfsmenn úr sumarleyfi vegna álags á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar. Hún skorar á stjórnvöld að taka ákvarðanir varðandi framhaldið.

„Þetta sýnir það að yfirvöld verða að taka afgerandi ákvarðanir í því hvað á að gera í þessari fimmtu bylgju annað en að bíða og sjá. Það er bagalegt að þurfa ganga svo langt að kalla fólk inn úr fríi.“

Skortur á hjúkrunarfræðingum

Hún segir það hafa verið ljóst að það yrði biðlað til starfsfólks að koma úr sumarleyfum ef innlögnum héldi áfram að fjölga og segir að mikill skortur sé á hjúkrunarfræðingum. Guðbjörg bætir við að við eigum enn eftir að sjá hverjar afleiðingar verslunarmannahelgarinnar verða en mikið var um hópamyndanir.

„Við eigum eftir sjá hvort við stöndum frammi fyrir einhverjum enn frekari afleiðingum eftir verslunarmannahelgina. Það er ekkert að marka fyrr en eftir næstu helgi; eins og Þórólfur hefur alltaf bent á þá tekur það að minnsta kosti viku að sjá hvað gerist.“

Ekki talað við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga né Læknafélagið

Guðbjörg segist skilja vel ákvörðun stjórnvalda að taka þessa viku til gagnasöfnunar en það hljóti þá að koma áætlanir eða aðgerðir frá stjórnvöldum um helgina.

Henni finnst athyglisvert að öll bandalögin hafa verið kölluð á fund stjórnvalda en hvorki Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga né Læknafélagið.

„Það er ekki talað við félag hjúkrunarfræðinga og læknafélagið, sem eru lykilstéttirnar í baráttunni við Covid.“

mbl.is