Bambi og hvutti bestu vinir

Krúttleg dýr | 4. ágúst 2021

Bambi og hvutti bestu vinir

Vinátta og væntumþykja gera mikilvæga og fallega hluti fyrir samfélagið og koma í alls kyns formum. Dýr geta reynst ótrúlega góðir vinir og ég rakst á dúllulega dýrafrétt sem hreinlega sprengir krúttskalann. Tónlistarmaður að nafni Pat Pollifrone er búsettur í Nashville í Tennessee og fyrr á árinu fann hann veikan hjartarkálf fyrir utan heimili sitt. 

Bambi og hvutti bestu vinir

Krúttleg dýr | 4. ágúst 2021

Hjartarkálfurinn Bambi og hundurinn Zoey eru orðnir bestu vinir en …
Hjartarkálfurinn Bambi og hundurinn Zoey eru orðnir bestu vinir en kálfurinn fannst veikburða fyrir utan heimili tónlistarmannsins Pat Pollifrone.

Vinátta og væntumþykja gera mikilvæga og fallega hluti fyrir samfélagið og koma í alls kyns formum. Dýr geta reynst ótrúlega góðir vinir og ég rakst á dúllulega dýrafrétt sem hreinlega sprengir krúttskalann. Tónlistarmaður að nafni Pat Pollifrone er búsettur í Nashville í Tennessee og fyrr á árinu fann hann veikan hjartarkálf fyrir utan heimili sitt. 

Vinátta og væntumþykja gera mikilvæga og fallega hluti fyrir samfélagið og koma í alls kyns formum. Dýr geta reynst ótrúlega góðir vinir og ég rakst á dúllulega dýrafrétt sem hreinlega sprengir krúttskalann. Tónlistarmaður að nafni Pat Pollifrone er búsettur í Nashville í Tennessee og fyrr á árinu fann hann veikan hjartarkálf fyrir utan heimili sitt. 

Pollifrone byrjaði strax að hjúkra litla Bamba, eins og hann kallar hjartarkálfinn, gaf honum næringu og hlúði vel að honum. Hann var þó ekki eini fjölskyldumeðlimurinn sem sýndi litla kálfinum umhyggju þar sem heimilishundurinn Zoey hefur orðið náinn og góður vinur Bamba og á myndböndum sem Pollifrone hefur birt sjáum við Zoey knúsa kálfinn og passa vel upp á hann.

Pollifrone og hundurinn Zoey hafa nú hjálpað Bamba litla að braggast og fundu geitabýli rétt hjá sem þau telja að Bambi geti átt gott líf á og stutt er fyrir Zoey að heimsækja sinn besta vin.

Svo sætt og krúttlegt!

mbl.is