Ísland á rauðan lista Ísraels

Kórónuveiran Covid-19 | 4. ágúst 2021

Ísland á rauðan lista Ísraels

Ísraelsk heilbrigðisstjórnvöld hafa samþykkt nýjar sóttvarnaaðgerðir á landamærum sínum sem skylda komufarþega frá átján löndum til viðbótar við það sem nú er til þess að sæta sóttkví við heimkomu frá og með 11. ágúst, óháð bólusetningum eða staðfestingu um fyrra smit af Covid-19. 

Ísland á rauðan lista Ísraels

Kórónuveiran Covid-19 | 4. ágúst 2021

Frá Tel Aviv. Lokadagur Eid al-Adha hátíðarinnar í júlí.
Frá Tel Aviv. Lokadagur Eid al-Adha hátíðarinnar í júlí. AFP

Ísraelsk heilbrigðisstjórnvöld hafa samþykkt nýjar sóttvarnaaðgerðir á landamærum sínum sem skylda komufarþega frá átján löndum til viðbótar við það sem nú er til þess að sæta sóttkví við heimkomu frá og með 11. ágúst, óháð bólusetningum eða staðfestingu um fyrra smit af Covid-19. 

Ísraelsk heilbrigðisstjórnvöld hafa samþykkt nýjar sóttvarnaaðgerðir á landamærum sínum sem skylda komufarþega frá átján löndum til viðbótar við það sem nú er til þess að sæta sóttkví við heimkomu frá og með 11. ágúst, óháð bólusetningum eða staðfestingu um fyrra smit af Covid-19. 

Ísraelski miðillinn Haaretz greinir frá þessu.

Ísland er á meðal þessara átján þjóða á rauðum lista Ísraelsmanna ásamt Bandaríkjunum, Grikklandi, Ítalíu og Þýskalandi. 

Komufarþegar munu þurfa að sæta sjö daga sóttkví hið minnsta og framvísa tveimur neikvæðum PCR-prófum líkt og var við lýði hér á landi. 

Farþegar sem brjóta þessar reglur geta átt von á sekt upp á fimm þúsund ísraelsk sjekel eða um tvö hundruð þúsund krónur. 

Covid-19-smitum í Ísrael hefur fjölgað verulega undanfarna daga og vikur, líkt og hér á landi, þrátt fyrir útbreidda og almenna bólusetningu.

Covid-19 smit í Ísrael í júlí og ágúst og fjöldi …
Covid-19 smit í Ísrael í júlí og ágúst og fjöldi alvarlegra veikra vegna Covid-19 sýkinga í Ísrael í júlí og ágúst. Graf frá Haaretz.com
mbl.is