Segir Shishov hafa óttast um öryggi sitt

Hvíta-Rússland | 6. ágúst 2021

Segir Shishov hafa óttast um öryggi sitt

Maki hvítrússneska aðgerðasinnans sem fannst látinn í Úkraínu fyrr í vikunni segist ekki trúa því að hann hafi svipt sig lífi. 

Segir Shishov hafa óttast um öryggi sitt

Hvíta-Rússland | 6. ágúst 2021

AFP

Maki hvítrússneska aðgerðasinnans sem fannst látinn í Úkraínu fyrr í vikunni segist ekki trúa því að hann hafi svipt sig lífi. 

Maki hvítrússneska aðgerðasinnans sem fannst látinn í Úkraínu fyrr í vikunni segist ekki trúa því að hann hafi svipt sig lífi. 

Lík Vitalys Shishovs fannst daginn eftir að hann sneri ekki aftur heim til sín úr útihlaupi. Lögreglan í Úkraínu rannsakar málið, en hann fannst hengdur í almenningsgarði. 

„Við skipulögðum líf saman. Hann myndi ekki fara svona frá mér,“ segir Bazhena Zholudzh við BBC. 

Zholudzh segir að Shishov hafi við fjölmörg tilefni lýst yfir áhyggjum af öryggi þeirra. Hún hafi ekki látið slíkar áhyggjur sig varða.

Shis­hov, 26 ára, var formaður fé­lags­sam­tak­anna Hví­trúss­neska hússins (e. Belerusi­an Hou­se) í Úkraínu. Sam­tök­in aðstoðuðu hví­trúss­neska borg­ara við að flýja of­ríki í Hvíta-Rússlandi.

„Hann var vanur að sitja við gluggann og hafa orð á því að bílar keyrðu upp og niður innkeyrsluna. Ég tók þetta ekki alvarlega,“ segir Zholudzh.

Lögreglan rannsakar nú hvort aðgerðarsinninn hafi framið sjálfsmorð eða hvort hann hafi verið myrtur og morðið látið líta út fyrir að vera sjálfsvíg. 

Zholudzh segir kærasta sinn heitinn hafa verið „besta manneskja sem ég hef nokkurn tímann kynnst“.

„Hann var alltaf glaður. Þegar við komum til Úkraínu passaði hann alltaf að aðrir sem kæmu væru öryggir. Hann passaði alltaf að það væru ekki lögreglumenn á meðal þeirra sem komu. Hann passaði alltaf upp á aðra. Hann passaði bara ekki upp á sjálfan sig,“ segir Zholudzh.

mbl.is