Flóki á flækingi

Krúttleg dýr | 7. ágúst 2021

Flóki á flækingi

Flóki er fjögurra ára loðinn og ljúfur köttur sem segði ábyggilega farir sínar ekki sléttar, gæti hann talað. Eða mögulega segði hann sögu af lífi í vellystingum, rjóma og rækjum! Flóki hvarf nefnilega af heimili sínu í Hjöllunum í Kópavogi fyrir tveimur árum og frá þeim tíma hafði ekkert til hans spurst. Þar til í síðustu viku! Flóki fannst á vappi í götu langt frá heimili sínu, á stað þar sem hann bjó fyrsta árið sitt. Hann er nú kominn aftur heim í Kópavoginn og óhætt er að segja að fjölskyldan hans hafi verið bæði hissa og glöð að endurheimta týnda soninn. Hvar Flóki hefur haldið sig veit enginn, en hann var bústinn og sællegur eftir útlegðina.

Flóki á flækingi

Krúttleg dýr | 7. ágúst 2021

Bræðurnir Jóel Ingi og Sigurgeir Sölvi eru alsælir að fá …
Bræðurnir Jóel Ingi og Sigurgeir Sölvi eru alsælir að fá köttinn sinn aftur heim. mbl.is/Ásdís

Flóki er fjögurra ára loðinn og ljúfur köttur sem segði ábyggilega farir sínar ekki sléttar, gæti hann talað. Eða mögulega segði hann sögu af lífi í vellystingum, rjóma og rækjum! Flóki hvarf nefnilega af heimili sínu í Hjöllunum í Kópavogi fyrir tveimur árum og frá þeim tíma hafði ekkert til hans spurst. Þar til í síðustu viku! Flóki fannst á vappi í götu langt frá heimili sínu, á stað þar sem hann bjó fyrsta árið sitt. Hann er nú kominn aftur heim í Kópavoginn og óhætt er að segja að fjölskyldan hans hafi verið bæði hissa og glöð að endurheimta týnda soninn. Hvar Flóki hefur haldið sig veit enginn, en hann var bústinn og sællegur eftir útlegðina.

Flóki er fjögurra ára loðinn og ljúfur köttur sem segði ábyggilega farir sínar ekki sléttar, gæti hann talað. Eða mögulega segði hann sögu af lífi í vellystingum, rjóma og rækjum! Flóki hvarf nefnilega af heimili sínu í Hjöllunum í Kópavogi fyrir tveimur árum og frá þeim tíma hafði ekkert til hans spurst. Þar til í síðustu viku! Flóki fannst á vappi í götu langt frá heimili sínu, á stað þar sem hann bjó fyrsta árið sitt. Hann er nú kominn aftur heim í Kópavoginn og óhætt er að segja að fjölskyldan hans hafi verið bæði hissa og glöð að endurheimta týnda soninn. Hvar Flóki hefur haldið sig veit enginn, en hann var bústinn og sællegur eftir útlegðina.

Villikisa lagði hann í einelti

„Við fengum Flóka í janúar 2017 sem kettling og bjuggum þá í Skipasundi og svo fluttum við hingað í Kópavoginn sumarið 2018. Honum leið vel hér og fór gjarnan hér út í garð að leika. Svo gerist það að villiköttur sem bjó hér í hverfinu fór að venja komur sínar hingað inn og át matinn hans Flóka og lagði hann í alvörueinelti. Hann lyppaðist allur niður þegar hann sá hann og varð lítill í sér. Þetta ágerðist eftir því sem leið á sumarið og við sáum að það stefndi í óefni. Við reyndum að ná þessum villiketti en þetta var alvöruskrímsli með svaka klær. Hann hvessti þannig augum á mann að maður varð smeykur,“ segir Gísli Rúnar Guðmundsson, „pabbi“ Flóka.

„Svo sumarið 2019 fórum við í sumarfrí út á land og ég fékk pabba til að líta eftir honum, en svona tveimur dögum seinna hvarf hann bara,“ segir Gísli og segist gruna að villikisan hafi flæmt hann út úr húsi, án þess að hafa neinar beinharðar sannanir.

Þegar fjölskyldan sneri heim úr fríinu var því heldur betur sorg á heimilinu.

„Við höfðum opinn glugga í einu herberginu þar sem hann átti að vera, en hann var horfinn,“ segir Berglind Sigurgeirsdóttir, „móðir“ Flóka.

Flóki hefði eflaust sögu að segja ef hann gæti talað, …
Flóki hefði eflaust sögu að segja ef hann gæti talað, en hann hefur verið týndur í tvö ár. mbl.is/Ásdís

„Svo hefur bara ekkert til hans spurst, bara ekkert!“ segir Gísli.

„Við vorum búin að auglýsa eftir honum á alls kyns síðum og leita að honum í Kattholti, en hann er örmerktur og var með ól,“ segir Berglind.

 „Við héldum alltaf að einhver myndi finna hann en það heyrðist ekki múkk frá neinum,“ segir Gísli.

Sigurgeir Sölvi og Jóel Ingi Gíslasynir, fjórtán og tíu ára gamlir, segjast hafa verið afar leiðir að Flóki væri horfinn.

„Jóel er eiginlega búinn að vera óhuggandi og hefur talað mikið um hann í tvö ár. Upp á síðkastið hefur hann verið að biðja um nýjan kettling og hefur talað um það allt sumarfríið,“ segir Gísli og Berglind tekur undir það.

Orðinn svolítið feitur

Undur og stórmerki gerðust sem sagt í vikunni. Gísli fékk símtal frá konu sem sagðist vera með Flóka í sinni vörslu.

„Hún Guðfinna, sem rekur fyrirtækið dyrfinna.is, hringdi í mig í gær og sagðist vera með köttinn Flóka og spurði hvort ég kannaðist við hann. Hún var þá búin að skanna örmerkið. Ég fór bara að skellihlæja! Ég sagði við hana: „Er þetta eitthvert grín? Hann hefur ekki sést hér í tvö ár, ertu að segja mér að hann sé á lífi?“ Hún svaraði að hún væri að horfa á hann og að hún myndi koma með hann. Ég var ekki heima en hringdi heim og sagði við Jóel að ég væri búinn að finna kött handa honum, sem reyndist svo bara vera gamli góði kötturinn hans,“ segir Gísli og hlær.

Jóel segist ekki hafa fattað í byrjun að þetta væri Flóki en það var eldri bróðirinn Sigurgeir sem tók á móti honum fyrstur.

 „Ég fann strax að þetta var Flóki, ég vissi það þegar hann malaði. En hann var búinn að fitna mikið og orðinn svolítið feitur.“

Fannst í Skipasundi

Hvar haldið þið að Flóki sé búinn að vera í tvö ár?

 „Okkur finnst líklegt að hann hafi farið í Skipasund og í eitthvert annað hús og að einhver hafi séð um hann,“ segir Sigurgeir.

 „Hann hefur kannski verið hjá einhverri gamalli konu sem hefur ekki pælt í að athuga örmerkinguna og hún hefur gefið honum vel að éta,“ segir Berglind og segist halda að kötturinn hafi lagt af stað að leita að þeim þegar þau voru í sumarfríi. Flóki hefur greinilega haldið að þau væru aftur flutt á gamla staðinn, í Skipasund, en þar fannst kisan.

„Okkur datt ekkert í hug að leita þar,“ segir Gísli.

Flóki, sem lætur sér fátt um finnast að blaðamaður sé í heimsókn vegna heimkomu hans, var nú loks kominn aftur heim og hafði hann farið beint á gamla staðinn sinn, niður í fataskáp.
Flóki var líka ánægður að sjá bræðurna og svaf uppi í rúmi hjá Jóel fyrstu nóttina eftir útlegðina.

Flóki fékk að sofa uppi í hjá Jóel fyrstu nóttina …
Flóki fékk að sofa uppi í hjá Jóel fyrstu nóttina eftir að hann kom aftur heim.

„Ég vaknaði í nótt og gaf honum að drekka,“ segir Jóel, sem er alsæll.

Foreldrarnir segja Flóka hafa aðeins haldið fyrir þeim vöku þessa fyrstu nótt.
„Ég hugsa að hann verði látinn sofa úti í bílskúr,“ segir Berglind og hávær mótmæli heyrast frá drengjunum.

Nánar má lesa um ævintýri Flóka í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

mbl.is