Ólympíunefnd Hvíta-Rússlands tekin fyrir

Hvíta-Rússland | 9. ágúst 2021

Ólympíunefnd Hvíta-Rússlands tekin fyrir

Ólympíunefnd Hvíta-Rússlands er tekin sérstaklega fyrir í nýjum viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna í garð Hvíta-Rússlands sem tilkynntar voru í dag. 

Ólympíunefnd Hvíta-Rússlands tekin fyrir

Hvíta-Rússland | 9. ágúst 2021

Mótmælt í Póllandi í gær.
Mótmælt í Póllandi í gær. AFP

Ólympíunefnd Hvíta-Rússlands er tekin sérstaklega fyrir í nýjum viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna í garð Hvíta-Rússlands sem tilkynntar voru í dag. 

Ólympíunefnd Hvíta-Rússlands er tekin sérstaklega fyrir í nýjum viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna í garð Hvíta-Rússlands sem tilkynntar voru í dag. 

Viðskiptaþvinganirnar taka gildi frá og með deginum í dag. Ástæðan er óvægið ofbeldi og ofsóknir sem andstæðingar forsetans, Alexanders Lúkasjenkós, eru beittir, að sögn talsmanna Hvíta hússins við fréttastofu AFP. 

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um þvinganirnar sem „beinast að Lúkasjenkó vegna áframhaldandi árásar á lýðræðislegar kröfur og mannréttindi hvítrússnesku þjóðarinnar, fjölþjóðlega kúgun og misnotkun,“ að því er kom fram í máli talsmanna Hvíta hússins. 

Þá var ólympíunefnin sérstaklega nefnd og sögð ekki hafa varið íþróttamenn sína gegn pólitískri mismunun.

Mótmælt í Kænugarði í Úkraínu í gær.
Mótmælt í Kænugarði í Úkraínu í gær. AFP

Mótmælt á afmæli mótmæla

Í gær mótmæltu brottfluttir andstæðingar Lúkasjenkós í Úkraínu og Póllandi, þeim löndum sem íbúar Hvíta-Rússlands flýja helst til vegna harðstjórnar einræðisherrans. Fyrrverandi fána landsins var flaggað og hann borinn af mótmælendum.

Ár er nú liðið síðan fjöldamótmæli brutust út um allt Hvíta-Rússland í kjölfar forsetakosninga þar sem brögð eru talin hafa verið í tafli. Fjölmargar fregnir bárust af miklu ofbeldi og offorsi lögreglu þegar hún braut mótmælin á bak aftur.

mbl.is