Atvinnuleysi á niðurleið

Kórónukreppan | 10. ágúst 2021

Atvinnuleysi lækkar og mun væntanlega lækka meira

Skráð atvinnuleysi var 6,1% í júlí og minnkaði talsvert frá júní þegar það mældist 7,4%, að því er fram kemur í skýrslu Vinnumálastofnunar fyrir júlímánuð. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 2.005 sem nemur 14% fækkun frá júnímánuði.

Atvinnuleysi lækkar og mun væntanlega lækka meira

Kórónukreppan | 10. ágúst 2021

Skráð atvinnuleysi var 6,1% í júlí og minnkaði talsvert frá júní þegar það mældist 7,4%, að því er fram kemur í skýrslu Vinnumálastofnunar fyrir júlímánuð. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 2.005 sem nemur 14% fækkun frá júnímánuði.

Skráð atvinnuleysi var 6,1% í júlí og minnkaði talsvert frá júní þegar það mældist 7,4%, að því er fram kemur í skýrslu Vinnumálastofnunar fyrir júlímánuð. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 2.005 sem nemur 14% fækkun frá júnímánuði.

Atvinnuleysi hefur farið minnkandi síðustu mánuði en það var 9,1% í maí, 10,4% í apríl, 11,0% í mars og 11,4% í febrúar 2021.

„Atvinnulausir voru alls 12.537 í lok júlí, 6.562 karlar og 5.975 konur og fækkaði atvinnulausum körlum um 966 frá júnílokum og atvinnulausum konum fækkaði um 813,“ segir í umræddri skýrslu. 

Um 700 fóru á ráðningarstyrk

Þar segir að af þeim 1.779 atvinnulausu sem fækkaði um á atvinnuleysisskrá í júlí hafi um 700 farið á ráðningarstyrk.

Eins og síðustu mánuði var atvinnuleysi mest í júlímánuði á Suðurnesjum eða 10,9% og minnkaði úr 13,7% í júní. Næstmest var atvinnuleysið 6,7% á höfuðborgarsvæðinu og lækkaði úr 7,9% frá því í júní.

„Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi minnki áfram í ágúst m.a. vegna sérstakra atvinnuátaka stjórnvalda og aukinna umsvifa og verði á bilinu 5,3% til 5,7%,“ segir í skýrslu Vinnumálastofnunar.

Mun fleiri í langtímaatvinnuleysi en fyrir ári

Alls hafði 5.361 atvinnuleitandi verið án atvinnu í meira en 12 mánuði í lok júlí og fækkaði þeim um 457 frá júní. Aftur á móti voru þeir 2.854 í júlílok 2020.

„Gera má ráð fyrir því að fjöldi þeirra sem hafa verið án atvinnu í yfir 12 mánuði muni fara minnkandi næstu mánuði,“ segir í skýrslu Vinnumálastofnunar.

240 erlendir ríkisborgarar fengu atvinnuleyfi

Þar segir að alls hafi komið inn 1.123 ný störf sem auglýst voru í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun í júlí.

„Um fjölbreytt störf var að ræða, flest störfin voru þjónustustörf eða 396 störf. Flest auglýstra starfa eru átaksverkefni eða reynsluráðningar eða um 89%, önnur teljast almenn störf.“

Í síðasta mánuði tóku 5.524 einstaklingar þátt í hinum ýmsu úrræðum.

„Um 118 einstaklingar fóru í ýmiss konar grunnúrræði. Alls voru 4.932 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok júlí og fækkaði um 772 frá júní. Í júlí gaf Vinnumálastofnun út 240 atvinnuleyfi til erlendra ríkisborgara til að starfa hér á landi.“

mbl.is