Ferðamenn ábyrgir fyrir 21,1% af kortaveltu

Ferðamenn á Íslandi | 11. ágúst 2021

Ferðamenn ábyrgir fyrir 21,1% af kortaveltu

Erlendir ferðamenn voru ábyrgir fyrir 21,1% af heildarkortaveltu í júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu Rannsóknaseturs verslunarinnar en erlend kortavelta jókst um rúma 14 milljarða króna milli mánaða.

Ferðamenn ábyrgir fyrir 21,1% af kortaveltu

Ferðamenn á Íslandi | 11. ágúst 2021

Ferðamenn við Hallgrímskirkju í miðborg Reykjavíkur.
Ferðamenn við Hallgrímskirkju í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Erlendir ferðamenn voru ábyrgir fyrir 21,1% af heildarkortaveltu í júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu Rannsóknaseturs verslunarinnar en erlend kortavelta jókst um rúma 14 milljarða króna milli mánaða.

Erlendir ferðamenn voru ábyrgir fyrir 21,1% af heildarkortaveltu í júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu Rannsóknaseturs verslunarinnar en erlend kortavelta jókst um rúma 14 milljarða króna milli mánaða.

Bandarískir ferðamenn eiga nær helming erlendrar veltu í júlí, eða 47,9%.

Ljóst er að hlutfall erlendrar kortaveltu sumarsins í ár nálgast það sem það var fyrir heimsfaraldur, en í júlímánuði árið 2019 var hlutfallið 31%.

Íslendingar eyddu meiru en í fyrra

Einnig kemur fram að kortavelta Íslendinga hér á landi hafi hækkað um 5,7% milli ára ef bornir eru saman júlímánuðir ársins í ár og í fyrra en hún nam um 85,8 milljörðum króna.

Í verslun hækkaði hún um 6,2% milli ára en stórmarkaðir og dagvöruverslanir veltu 41,7% af heildinni í júlí, þar á eftir eru byggingarvöruverslanir með 8,7%, áfengisverslun með 8,4% og fataverslanir með 8,2%.

mbl.is