Hjónaband á brauðfótum?

Kóngafólk í fjölmiðlum | 12. ágúst 2021

Hjónaband á brauðfótum?

Þrálátur orðrómur ríkir um að hjónaband Alberts Mónakóprins og Charlene prinsessu standi á brauðfótum. Charlene hefur dvalið einsömul í heimalandi sínu Suður-Afríku svo mánuðum skiptir og er ekki á leiðinni aftur til Mónakó í bráð þar sem eiginmaður og tvö börn bíða. 

Hjónaband á brauðfótum?

Kóngafólk í fjölmiðlum | 12. ágúst 2021

Albert prins og Charlene prinsessa.
Albert prins og Charlene prinsessa. AFP

Þrálátur orðrómur ríkir um að hjónaband Alberts Mónakóprins og Charlene prinsessu standi á brauðfótum. Charlene hefur dvalið einsömul í heimalandi sínu Suður-Afríku svo mánuðum skiptir og er ekki á leiðinni aftur til Mónakó í bráð þar sem eiginmaður og tvö börn bíða. 

Þrálátur orðrómur ríkir um að hjónaband Alberts Mónakóprins og Charlene prinsessu standi á brauðfótum. Charlene hefur dvalið einsömul í heimalandi sínu Suður-Afríku svo mánuðum skiptir og er ekki á leiðinni aftur til Mónakó í bráð þar sem eiginmaður og tvö börn bíða. 

Alvarlegar sýkingar

Prinsessan segir að læknar meini henni að fara um borð í flugvél en Charlene er með alvarlegar sýkingar í nefi og hálsi og hefur þurft að gangast undir aðgerðir til þess að meðhöndla þær. Charlene var mikill ólympískur sundkappi á yngri árum og sagt er að sundið hafi haft slæm áhrif á eyrun og kinnholurnar og hefur Charlene þurft að glíma við þrálátar sýkingar. Nú stendur hún frammi fyrir því að þurfa að fara í mjög flókna skurðaðgerð þar sem fyrri aðgerðir virkuðu ekki sem skyldi og má hún ekki fljúga heim fyrr en í fyrsta lagi í október. Óljóst er hvort hún hafi íhugað annan ferðamáta, til dæmis með lest eða skipi.

Í fjarveru sinni hefur hún misst af mörgum mikilvægum viðburðum eins og til dæmis 10 ára brúðkaupsafmæli hennar og Alberts auk þess sem hún hefur ekki getað verið með sex ára börnum sínum.

Þrálátur orðrómur um óhamingju

Sitt sýnist hverjum um þessar útskýringar en mörg teikn hafa verið á lofti upp á síðkastið um vaxandi óhamingju prinsessunnar. 

Þrálátar sögur um framhjáhald Alberts prins hafa litað hjónalíf þeirra. Reglulega koma upp fréttir af enn einu barni sem hann hefur getið utan hjónabands, nú síðast í vetur og á það barn að hafa komið undir þegar samband hans og Charlene var löngu hafið. Faðernismál var höfðað en var aldrei tekið fyrir. Talið er að aðilar hafi náð einhvers konar samkomulagi utan dómstóla.

Rakaði af sér hárið

Um svipað leyti og fréttirnar birtast um nýjasta barnið þá rakar Charlene af sér mestallt hárið og sýnir mun „rokkaðra“ útlit og eins sagði hún opinberlega að árið hefði verið henni mjög erfitt án þess þó að fara nánar út í ástæður þess. Í janúar segist hún í viðtali ætíð standa með eiginmanni sínum án þess þó að vera að vísa í þetta tiltekna mál. 

„Þegar maðurinn minn á við vanda að stríða, þá segir hann mér af því. Ég segi alltaf við hann: „Sama hvað, þá stend ég með þér 1.000%. Sama hvað þú gerir, í blíðu og stríðu“.“

Reyndi að hætta við brúðkaupið

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitthvað misjafnt virðist vera í sambandi þeirra en margir muna eftir fréttum af því þegar Charlene reyndi þrisvar sinnum að flýja Mónakó fyrir brúðkaup hennar og Alberts prins og á tímabili leitaði hún skjóls í suðurafríska sendiráðinu. Talið er að konunglega hirðin hafi sannfært hana um að snúa til baka. Hún þyrfti aðeins og gefa Alberti löglegan erfingja og eftir það fengi hún svo að ráða ráðum sínum sjálf.

Brúðkaupið fór fram og Charlene grét allan tímann. Hún útskýrði grátinn þannig að henni hafi fundist allt frekar yfirþyrmandi en grét síðan enn meir þegar hún áttaði sig á að allur heimurinn væri að fylgjast með henni gráta.

Þurfti að gefa honum erfingja

Í fyrstu gekk brösuglega hjá þeim að eignast börn og tók Charlene það mjög nærri sér. Loks eignuðust þau tvíbura, sem eru sex ára. Í fjarveru sinni hefur Charlene verið dugleg að tala við börnin í gegnum fjarfundarkerfi og svo komu prinsinn og börnin í stutta heimsókn til hennar í júní.

Líður best í Suður-Afríku

Sagt er að Charlene líði mjög vel í heimalandi sínu, hún hafi aldrei fullkomlega aðlagast lífinu í Mónakó og er orðrómur um að hún sé að leita sér að varanlegu húsnæði í Suður-Afríku. Myndir hafa birst af henni á samfélagsmiðlum þar sem hún ýmist talar við börn sín í símann eða er að berjast fyrir verndun nashyrninga. Almennt þykir hún ekki bjóða af sér góðan þokka, þykir einmanaleg, veikluleg og grönn. Ljóst er að augu almennings beinast að þessum hjónum og margt sem bendir til þess að hjónaband þeirra sé ekki upp á marga fiska í augnablikinu.

mbl.is