Mesta kortavelta erlendis frá upphafi faraldurs

Kórónukreppan | 17. ágúst 2021

Mesta kortavelta erlendis frá upphafi faraldurs

Kortavelta Íslendinga erlendis nam 15 milljörðum króna í júlí og jókst þannig um 71% milli ára miðað við fast gengi. Það er mesta kortavelta erlendis frá því í janúar 2020 en heildarveltan í júlí var meiri en í desember síðastliðnum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um kortaveltu. 

Mesta kortavelta erlendis frá upphafi faraldurs

Kórónukreppan | 17. ágúst 2021

Hluti kortaveltu íslendinga helst alltaf erlendis en það sýnir að …
Hluti kortaveltu íslendinga helst alltaf erlendis en það sýnir að stór hluti hennar er alla jafna í formi netverslunar. AFP

Kortavelta Íslendinga erlendis nam 15 milljörðum króna í júlí og jókst þannig um 71% milli ára miðað við fast gengi. Það er mesta kortavelta erlendis frá því í janúar 2020 en heildarveltan í júlí var meiri en í desember síðastliðnum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um kortaveltu. 

Kortavelta Íslendinga erlendis nam 15 milljörðum króna í júlí og jókst þannig um 71% milli ára miðað við fast gengi. Það er mesta kortavelta erlendis frá því í janúar 2020 en heildarveltan í júlí var meiri en í desember síðastliðnum. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans um kortaveltu. 

Kortavelta Íslendinga innanlands jókst einnig miðað við árið áður eða um tæp 2% og nam 85,6 milljörðum króna. Samanlögð kortavelta Íslendinga hefur því aukist um 8% milli ára en framlag kortaveltu erlendis hefur vegið meira til aukningar heildarkortaveltu síðustu tvo mánuði. 

Júlí gjarnan drjúgur neyslumánuður

Í Hagsjá Landsbankans segir þessa neysluhætti mega rekja til þess að margir Íslendingar taki út sumarfrí í júlí og geri vel við sig þá: „Aukin ferðalög til útlanda skýra hluta þróunarinnar, en 31.000 Íslendingar fóru til útlanda í júlí, sem er 133% fleiri en í fyrra. Fjöldinn er þó helmingi minni en fyrir tveimur árum, þegar yfir 60.000 Íslendingar lögðu land undir fót.“

Þegar samkomutakmarkanir vegna faraldursins voru hvað strangastar gáfust færri tækifæri til neyslu og því jókst sparnaður mikið og innlán í bankakerfinu. „Við sjáum því að fólk virðist enn leggja til hliðar, en aukningin er ekki jafn áberandi og við upphaf faraldursins. Lágt vaxtastig hefur m.a. ýtt undir aukna neyslu sem virðist taka við sér þegar aðstæður í samfélaginu leyfa.

Ekki er þó að sjá að landsmenn séu að fara fram úr sér í neyslu, þar sem enn mælist aukning í innlánum og sparnaður því enn að aukast þó neyslan geri það einnig,“ segir í Hagsjánni. 

mbl.is