Spánn fær rúma billjón króna frá Evrópusambandinu

Kórónukreppan | 17. ágúst 2021

Spánn fær rúma billjón króna frá Evrópusambandinu

Spánn fékk í dag níu milljarða evru styrk úr viðspyrnusjóði Evrópusambandsins, greiðslan nemur rúmum 1.340 milljörðum íslenskra króna. Styrkurinn er sá fyrsti frá sjóðinum sem var stofnaður til þess að styðja við þær þjóðir sem hafa komið illa út úr kórónuveirufaraldrinum efnahagslega.

Spánn fær rúma billjón króna frá Evrópusambandinu

Kórónukreppan | 17. ágúst 2021

Benidorm er afar vinsæll áfangastaður hjá sólþyrstum ferðamönnum.
Benidorm er afar vinsæll áfangastaður hjá sólþyrstum ferðamönnum. AFP

Spánn fékk í dag níu milljarða evru styrk úr viðspyrnusjóði Evrópusambandsins, greiðslan nemur rúmum 1.340 milljörðum íslenskra króna. Styrkurinn er sá fyrsti frá sjóðinum sem var stofnaður til þess að styðja við þær þjóðir sem hafa komið illa út úr kórónuveirufaraldrinum efnahagslega.

Spánn fékk í dag níu milljarða evru styrk úr viðspyrnusjóði Evrópusambandsins, greiðslan nemur rúmum 1.340 milljörðum íslenskra króna. Styrkurinn er sá fyrsti frá sjóðinum sem var stofnaður til þess að styðja við þær þjóðir sem hafa komið illa út úr kórónuveirufaraldrinum efnahagslega.

Spánn mun fá aðra greiðslu seinna á árinu úr viðspyrnusjóðnum sem nemur tíu milljörðum evra en Evrópusambandið hefur ráðstafað um 750 milljörðum evra í sjóðinn í heild. Af þeim munu 70 milljarðar evra renna til Spánar en hagkerfi landsins hefur farið illa út úr faraldrinum sem má meðal annars rekja til algjörs hruns í komu erlendra ferðamanna.

Forsætisráðherra Spánar áætlar að ríkið muni geta skapað 800.000 störf með hjálp styrkjanna og þeir muni auka hagvöxt landsins um tvö prósentustig árlega. 

Áframhaldandi greiðslur úr viðspyrnusjóðnum eru bundnar fyrirvara um að þær ríkisstjórnir sem þiggi styrkina ráðist í endurbætur og setji sér markmið sem þau vinni markvisst að í samræmi við fjárfestingastefnu Evrópusambandsins.

mbl.is