Lausnin á vandanum „blasir við“

Kórónukreppan | 19. ágúst 2021

Lausnin á vandanum „blasir við“

Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, telur vel unnt að halda stóra viðburði þrátt fyrir áframhaldandi faraldur Covid-19 en hann mætti í Ísland vaknar á K100 í morgun og ræddi um lausnir á ástandinu hjá sviðslistafólki sem hann segir að sé orðið mjög alvarlegt. Telur hann lausnina felast í því að taka upp hraðprófanir á veirunni og að leyfa 500 manns að koma saman.

Lausnin á vandanum „blasir við“

Kórónukreppan | 19. ágúst 2021

Ísleifur segir lausnina fyrir því að geta haldið aftur stóra …
Ísleifur segir lausnina fyrir því að geta haldið aftur stóra viðburði vera augljósa og telur önnur lönd hafa farið verulega fram út Íslandi varðandi það að lifa með veirunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, telur vel unnt að halda stóra viðburði þrátt fyrir áframhaldandi faraldur Covid-19 en hann mætti í Ísland vaknar á K100 í morgun og ræddi um lausnir á ástandinu hjá sviðslistafólki sem hann segir að sé orðið mjög alvarlegt. Telur hann lausnina felast í því að taka upp hraðprófanir á veirunni og að leyfa 500 manns að koma saman.

Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, telur vel unnt að halda stóra viðburði þrátt fyrir áframhaldandi faraldur Covid-19 en hann mætti í Ísland vaknar á K100 í morgun og ræddi um lausnir á ástandinu hjá sviðslistafólki sem hann segir að sé orðið mjög alvarlegt. Telur hann lausnina felast í því að taka upp hraðprófanir á veirunni og að leyfa 500 manns að koma saman.

„Ég held að þetta sé mikilvægur punktur að fólk er til í hvað sem er. Fólk er til í að leggja hvað sem er á sig og uppfylla hvaða skyldur og skilyrði sem er svo það sé hægt að halda viðburði. 

Það sem við erum að benda á þessa dagana er að það eru 200 manna takmarkanir sem þýðir það að Ísland er „basically“ opið. Það væri alveg hægt að taka ákvörðun um að loka landamærunum og við höfum prófað að loka líkamsræktarstöðum og sundlaugum og vera með skert skólastarf. Það er enginn að tala um það,“ sagði Ísleifur.  „Við erum bólusett og það veitir vörn gegn veikindum og þá er það ekki þess virði. Kostnaðurinn og afleiðingarnar af því er meiri en ábatinn.“

„Hver dagur sem líður er sársaukafullur“

„Það sem við erum að benda á er að 200 manna hömlur þýðir ekki alveg það sama fyrir alla. Fyrir sviðslistir þýða 200 manna hömlur í raun og veru bara rekstrarstöðvun vegna þess að það borgar sig ekki að opna Hörpu eða leikhúsin eða Háskólabíó eða fyrir tónleikahaldara að fara af stað ef þú ert fastur í 200 [manns] og eins metra bili. Þannig að fyrir okkur þýðir þetta rekstrarstöðvun. Við komumst ekki af stað,“ sagði Ísleifur sem bendir á að jólavertíðin í bransanum sé nú í hættu. 

„Hver dagur sem líður er sársaukafullur. Við ætluðum öll að rjúka af stað núna í ágúst, september en september er dauður. Við eigum enn séns að ná október, nóvember og desember og nú erum við á ári tvö í þessu ástandi. Þetta er bara orðið mjög alvarlegt,“ sagði hann.

„Við erum að reyna að benda á að þegar við erum að tala um viðburði í til dæmis Hörpu er allt undir okkar stjórn. Fólk kaupir miða á netinu. Við erum með nöfnin á fólkinu og netföng og „contact info“ með margra vikna fyrirvara. Við erum til í hvaða skilyrði sem er til að geta komist af stað. Það er mjög einfalt hvað þarf. Það þarf bara að koma okkur upp í 500,“ sagði Ísleifur og bendir á að ef leyfi gæfist fyrir 500 manns væri hægt að skipta Eldborg í Hörpu í þrjú svæði, Háskólabíó í tvö svæði og að stóru salirnir í leikhúsunum gætu verið notaðir.

Hraðpróf og skyndipróf lausnin á vandanum

„Við þurfum bara að koma okkur þangað og halda okkur þar. Það er það sem við erum að krefjast,“ sagði Ísleifur.

Ísleifur sagði önnur lönd hafa tekið verulega fram úr Íslandi varðandi það að lifa með vírusnum. 

„Lausnin hún blasir við. Við sjáum allt í kringum okkar hvar lausnin er. Og það eru hraðpróf og skyndipróf,“ sagði hann. 

Hlustaðu á viðtalið við Ísleif í heild sinni í spilaranum hér að neðan. 



mbl.is