Skref í rétta átt ef fyrirheitin reynast rétt

Kórónukreppan | 20. ágúst 2021

Skref í rétta átt ef fyrirheitin reynast rétt

„Við hljótum að bíða átekta, en ef fyrirheitin sem gefin eftir ríkisstjórnarfund reynast rétt, þá er það sannarlega skref í rétta átt,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Skref í rétta átt ef fyrirheitin reynast rétt

Kórónukreppan | 20. ágúst 2021

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bíður eftir að fá …
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, bíður eftir að fá að sjá nýjar reglur um sóttkví. Það væri skref í rétta átt ef þeim verður breytt.

„Við hljótum að bíða átekta, en ef fyrirheitin sem gefin eftir ríkisstjórnarfund reynast rétt, þá er það sannarlega skref í rétta átt,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

„Við hljótum að bíða átekta, en ef fyrirheitin sem gefin eftir ríkisstjórnarfund reynast rétt, þá er það sannarlega skref í rétta átt,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti eftir ríkisstjórnarfund í dag að slakað verði á reglum um sóttkví foreldra barna sem hafa greinst smituð.

Fjölskyldan muni hafa smitgát þegar barn greinist smitað, en þá verður einnig unnið að því að þrengja hóp þeirra sem þurfa að fara í sóttkví þegar smit greinist.

Bíða eftir að reglurnar verði birtar

„Við höfum verið að kalla eftir því alla vikuna að reglum um sóttkví barna, aðallega, sé breytt. Það er ánægjulegt að það sé meðal annars samstaða um það í samfélaginu að það er ekki hægt að framfylgja sóttkví samkvæmt núverandi reglum til langs tíma enda blasir við að þannig myndi samfélagið lamast,“ segir Halldór.

Hann telur rétt að bíða átekta og vill að reglurnar verði birtar sem fyrst, síðan geti SA tekið afstöðu til þeirra.

Samtök atvinnulífsins eru ekki ein um að vilja slaka á sóttkvíarreglum en skólastjóri Melaskóla sagði í samtali við mbl.is í gær að allt myndi fara í lás eftir eina viku, verði núgildandi reglur um sóttkví áfram í gildi, sem væri áhyggjuefni.

mbl.is